Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Fimmtudagur 14. mars 2002 kl. 11:26

Tillaga um að Grindavíkurbær taki að sér rekstur heilsugæslunnar felld

Fulltrúar Samfylkingarinnar í Grindavík hafa komið fram með tillögu þess efnis að Grindavíkurbær fari sjálfur með málefni heilsugæslunnar á staðnum og var tillagan svohljóðandi:Við undirritaðir fulltrúar Samfylkingarfélags Grindavíkurlistans leggjum til
að bæjarstjórn Grindavíkur óski eftir formlegum viðræðum við
heilbrigðisráðherra og heilbrigðisráðuneyti um að Grindavíkurbær taki að sérrekstur heilsugæslustöðvarinnar í Grindavík. Má í þessu sambandi minna á að í undirbúningi er að gera framhaldssamning við Hornafjarðarbæ og Akureyrarbæ og einnig jákvæð orð heilbrigðisráðherra, Jóns Kristjánssonar, þann 8. mars um mögulega samninga. Hallgrímur Bogason (B) og Ólafur Gupðbjartsson (D) létu þá bóka að ekkert liggi fyrir um að verkefnið „reynslusveitafélög" sé enn í gangi og hvað þá að ný sveitarfélög geti komist þar inn  þá sé þessi tillaga ekki tímabær og greiða því atkvæði gegn tillögunni. Kom þá fram ein bókunin enn og nú aftur frá Samfylkingunni. Það má teljast með ólíkindum sá viðsnúningur sem átt hefur sér stað í málefnum heilsugæslunnar í Grindavík, hjá fulltrúum meirihlutans og þá sérstaklega oddvita framsóknarmanna, Hallgrími Bogasyni.

Undanfarin ár hefur ríkt alger samstaða allra bæjarstjórnarfulltrúa um betri heilsugæslu til handa íbúum Grindavíkur. Því er óskiljanlegt að ekki sé hægt að óska formlega eftir viðræðum við heilbrigðisráðherra um málið eins og tillaga okkar gerir ráð fyrir.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024