Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Laugardagur 22. október 2005 kl. 18:06

Tilkynning frá FFGÍR

FFGÍR, Foreldrafélög og foreldraráð grunnskólanna í Reykjanesbæ, hafði samband við Víkurfréttir og vildi koma skilaboðum áleiðis til foreldra barna í áttunda, níunda og tíunda bekk Njarðvíkurskóla sem fara á para- og vinaballið sem haldið verður á miðvikudaginn kemur.

Brögð hafa verið að því að börn sem fara á þetta ball leigi eðalbifreiðar til þess að ferja sig á staðinn og oft ekki í samráði við foreldra eða forráðamenn. Einnig hafa komið upp tilfelli þar sem börn hafa haft aðgang að áfengi í bílunum. Eru foreldrar beðnir um að hafa slíkt í huga, en annars vonast FFGÍR til þess að allir skemmti sér vel á ballinu eins og verið hefur síðustu ár.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024