Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Tilkomumeira en kirkjan sjálf
Þriðjudagur 10. maí 2011 kl. 11:07

Tilkomumeira en kirkjan sjálf

Sögusagnir segja að smali eða bónd á Vatnsleysuströnd hafi viljað byggja skýli fyrir kindur sínar. Byggingarefnið var grjót og nákvæmlega ekkert annað. Þegar byrgið var komið í þessa hæð varð prestinum að Kálfatjörn nóg boðið og bannaði frekari grjóthleðslur, því mannvirkið var að verða tilkomumeira en kirkjan sjálf.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Frá þessum tíma hafa verið byggð ótal mannvirki úr alskonar byggingarefnum, en mörg af þeim hafa hrunið, brunnið eða verið rifin.

En þetta byrgi stendur enn og þolir öll óveður, jarðskjálfta og gæti ekki brunnið þótt reynt væri að kveikja í því, þrátt fyrir að það hafi aldrei verið fullbyggt.

Ef einhver myndi reysa sér hús í dag á þessum slóðum með svipuðum hætti, þá geri ég ráð fyrir að prestar nútímans létu það óátalið, því nú eru aðrir komnir með það vald, að stöðva slíkt framferði hugsjónamannsins.

Það voru hugsjónarmenn og einstaklingar sem fundu upp allar nýungar, en ekki samfélögin.
Samfélöginn leiddu menn í stríð til að brjóta niður og drepa. Hver byggði byrgið, frá hvaða bæ, hvenær, og hvað var hann lengi að því? Hvað hét presturinn?

Það væri við hæfi að setja skjöld við þetta byrgi á þremur tungumálum.

Með kveðju og lotningu fyrir steinhleðslumeistaranum.

Hans Óli