Til umhugsunar fyrir barna- og fjölskyldufólk
Það fór vel á því að ungir sjálfstæðismenn hafi séð um fjölskylduskemmtun D-lista sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ í gær sem vafalaust hefur tekist mjög vel. En ég var að velta því fyrir mér hvort að þessir sömu ungu sjálfstæðismenn hefðu kynnt fyrir gestum og gangandi áherslumál sín sem lesa má í ályktun 38. sambandsþings ungra sjálfstæðismanna sem haldið var í október 2005. Þar stendur m.a. í ályktun um mennta- og menningarmál að ungir sjálfstæðismenn séu á móti gjaldfrjálsum leikskóla (sem er reyndar stefna Sjálfstæðisflokksins á landsvísu). Þá telja ungir sjálfstæðismenn vert að háskólastúdentar greiði sjálfir fyrir nám sitt að öllu eða verulegu leiti. Ennfremur telja þeir að opinberir styrkir til menntamála eigi ekki rétt á sér og þá beri að afnema. Hér er þá væntanlega einnig átt við styrki til íþróttafélaga- og félagasamtaka, því það verður að teljast stór þáttur í menningarlífi okkar hinir ýmsu íþróttaviðburðir.
Ýmislegt fleira er þar að finna eins og t.d. það að hafna beri með öllu að bundið sé í stjórnarskrá að auðlindir hafsins séu þjóðareign! Það er ekkert annað. Ég verð að játa það að þetta síðast talda kom mér sérstaklega spánskt fyrir sjónir. Jafnvel þó um sé að ræða samband ungra sjálfstæðismanna. Óneitanlega læðist að manni sá grunur að þeir ungu sjálfstæðismenn og konur sem í framboði eru hér í Reykjanesbæ styðji umrædda ályktun. Það skyldi þá ekki vera að öll hin “mjúku” kosningaloforð D-listans séu í raun (eins og sumir hafa viljað halda fram) úlfur í sauðagæru. Ég get ekki ályktað annað, því einhvern tímann hlýtur að koma að því að þessar skoðanir verði ráðandi innan flokksins.
Eina ráðið til þess að hindra að slíkar tillögur hljóti brautargengi, er að kjósa jafnaðar- og félagshyggjufólk til áhrifa. Aðeins þannig stöndum við vörð um velferðasamfélagið okkar. Veljum því X-A á kjördag.
Sigurður Hilmar Ólafsson stuðningsmaður A-listans.
Ýmislegt fleira er þar að finna eins og t.d. það að hafna beri með öllu að bundið sé í stjórnarskrá að auðlindir hafsins séu þjóðareign! Það er ekkert annað. Ég verð að játa það að þetta síðast talda kom mér sérstaklega spánskt fyrir sjónir. Jafnvel þó um sé að ræða samband ungra sjálfstæðismanna. Óneitanlega læðist að manni sá grunur að þeir ungu sjálfstæðismenn og konur sem í framboði eru hér í Reykjanesbæ styðji umrædda ályktun. Það skyldi þá ekki vera að öll hin “mjúku” kosningaloforð D-listans séu í raun (eins og sumir hafa viljað halda fram) úlfur í sauðagæru. Ég get ekki ályktað annað, því einhvern tímann hlýtur að koma að því að þessar skoðanir verði ráðandi innan flokksins.
Eina ráðið til þess að hindra að slíkar tillögur hljóti brautargengi, er að kjósa jafnaðar- og félagshyggjufólk til áhrifa. Aðeins þannig stöndum við vörð um velferðasamfélagið okkar. Veljum því X-A á kjördag.
Sigurður Hilmar Ólafsson stuðningsmaður A-listans.