Til þeirra sem sóttust eftir ábyrgð
Þessir ágætu menn sem við höfum valið og falið umsjón Reykjanesbæjar verða að átta sig á því að því að sú umsjón er ekki bara fjárhagslegs eðlis. Nei, það er meira um vert að þeir herði sig upp og afþakki þessa heilsuspillandi ófreskjur sem eru að koma sér fyrir í Helguvík. Helgasti réttur hvers manns er að mega anda að sér ómenguðu lofti, ykkur ber skilda til að sjá til þess að svo sé. Sagt er að vatn sé lífsvon en súrefnisleysi sé dauði. Mér sýnist að það eigi að bjóða okkur svipaða heilsufarlega lífsvon og kolanámumönnum í Bretlandi fyrir hundrað árum.
Brynjar Vilmundarson