Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Til hvers Vaxtarsamning ef flytja á störfin á brott – störf í Suðurkjördæmi
Fimmtudagur 26. október 2006 kl. 11:40

Til hvers Vaxtarsamning ef flytja á störfin á brott – störf í Suðurkjördæmi

Föstudaginn 13. október var skrifað undir Vaxtarsamning við Suðurland. Merkilegur samningur sem ýta á undir vöxt Suðurlands. Það skýtur því skökku við að á sama tíma er til umræðu að flytja Garðyrkjuskólann á Reykjum í Ölfusi,sem nú er hluti af Landbúnaðarháskóla Íslands úr kjördæminu.

 

Það verður að vera einhver meining á bak við gjörning líkt og Vaxtarsamning við Suðurland. Samninng sem búið er að vinna að svo mánuðum skiptir. Samning sem búið er að safna fjármagni í frá ríki, sveitarfélögum, fyrirtækjum ofl.Reyknesingar hafa misst mikið af störfum við brotthvarf hersins, Hornfirðinar eru að missa störf vegna ratsjárstofnunar, Vaktstöð siglinga var færð til Reykjavíkur sú stofnun á hvergi betur heima en í Vestmannaeyjum. Hugmyndir um útgáfu Vegabréfa í Vík í Mýrdal var vel framkvæmanleg. Það er nóg af opinberum störfum sem hægt er að flytja á landsbyggðina. 

 

Nú er bara eitt í stöðunni í Suðurkjördæmi öllu og það er að verja öll störf með kjafti og klóm Nóg er búið að fækka störfum í kjördæminu á undanförnum árum. Nú segjum við stopp. Fjölgum opinberum störfum í Suðurkjördæmi.


Guðrún Erlingsdóttir
Höfundur óskar eftir 3.-4. sæti í prófkjöri
Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024