Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Til hvers að borga í lífeyrissjóð?
Miðvikudagur 2. janúar 2008 kl. 11:40

Til hvers að borga í lífeyrissjóð?

„Alþingismenn eru búnir að eyðileggja tilgang lífeyrissjóðanna.“

 

Lífeyrissjóðirnir voru stofnaðir til að búa í haginn fyrir sjóðsfélaga til að njóta á elliárunum. Ekki til að létta á útgjöldum fyrir ríkissjóð. Ríkissjóður notar lífeyrissjóðina eins og tæki sem rænir og skerðir lífeyrissjóðsgreiðslur hjá elli og örorkubótaþegum, strax á fyrstu krónu sem þeir fá úr lífeyrissjóði. Þar eru engin frítekjumörk eins og svo margir halda.
Við búum í velferðarþjóðfélagi en það er þjóðinni til skammar hvernig ríkisstjórnin hefur í mörg ár verið í stríði! við eldri borgara og öryrkja þessa lands. Það er margbúið að benda á ósanngjarnar skerðingar á lífeyristekjur,aukalífeyrissparnað og margt fleira sem ekki verður rakið hér. Hugsa sér! að skattleysismörk eru 30% undir reiknuðum fátækramörkum félags vísinda stofnunar Háskóla Íslands,  fátækramörkin ættu að vera samkvæmt þeirra útreikningum 130 þúsund kr. á mánuði.


Fram til 1995 fylgdi ellilífeyrir lágmarkslaunum verkafólks en frá og með desember 1995 hefur ellilífeyrir fylgt vísitölu verðlags, sem hefur skekkt mikið viðmiðun sem áður gilti.  Margir stjórnmálamenn sögðu bæði í ræðu og riti fyrir kosningar að lífeyrissjóðskerfið væri það besta í heimi. En fyrir hverja? Ekki fyrir þá sem þeim voru ætlaðir, ekki fyrir fólkið sem hefur greitt í sjóðina frá upphafi. Eru það bara alþingismennirnir sem eiga rétt á áhyggjulausu ævikvöldi ! eigum við bara að horfa á og sleikja sárin,  því við vorum ekki nógu vel vakandi fyrir okkur sjálf. Er ekki komin tími til að Verkalýðshreyfingin og lífeyrissjóðirnir láti heyra í sér um þessi mál, áður en ríkið er búið að þjóðnýta lífeyrissjóðina.
Nú hefur ný ríkisstjórn tekið við völdum og er búin að lögbinda það að 70 ára og eldri megi vinna eins og þeir vilji án skerðinga á bótagreiðslur og 67-70 ára megi vinna fyrir kr.25 þúsund á mánuði án skerðingar.
Hvers eigum við að gjalda sem erum á lífeyrisbótum í dag og höfum greitt í lífeyrissjóð hátt í 40 ár. Það er verið að hegna okkur sem greiddum í lífeyrissjóð. Við fáum lægri heildargreiðslur en þeir sem aldrei hafa greitt í lífeyrissjóð. Það sést best á þeim dæmum sem hér fylgja á eftir.  Auðvitað á ekki að skerða tekjurnar frá lífeyrissjóði. Til hvers vorum við að greiða í almennu lífeyrissjóðina í öll þessi ár. Dæmin hér á eftir sýna vel hvernig farið er með okkur í dag. Vaknið !
Hæstu greiðslur sem einstaklingur getur fengið greitt frá tryggingastofnun í dag eru 126.537 kr. á mánuði.

Hér eru dæmi um tvo ellilífeyrisþega sem búa einir. A- hefur greitt í lífeyrissjóð í 35 ár og fær 80 þús.kr.á mán.frá lífeyrissj. B-hefur aldrei greitt í lífeyrissjóð en vinnur nú   fyrir 80 þús.kr.á mánuði   Hér eru sýnd dæmi sem sýna hvað þessir einstaklingar fá til viðbóta frá tryggingastofnun. Hér sést vel hvað skerðingin er mikil á launatekjum sem koma frá lífeyrissjóði

A.Dæmi: 70 ára maður býr einn                              B.Dæmi: 70 ára maður býr einn hann
Launatekjur frá lífeyrissj. 80 þús.á mánuði.        vinnur fyrir 80 þús.á mánuði.


Ellilífeyrir   kr.24.831                                                    Ellilífeyrir  kr.24.831.
Tekjutrygging    kr.46.582                                           Tekjutrygging  kr.59.366.
Heimilisuppbót   kr.13.740                                          Heimilisuppbót   kr.17.510.
Samtals          kr.   85.153                                          Samtals      kr. 101.707

Hér eru dæmi um tvenn hjón önnur hjónin hafa greitt í 35 ár í lífeyrissjóð en hin ekki.

Dæmi: Hjón 70 ára fá hvort um sig                        Dæmi: Hjón 70 ára hafa aldrei greitt í
80 þús.kr.frá lífeyrissjóði á mán.                          Lífeyrissj. vinna hvort um sig fyrir 80  þúsund  á mánuði.

Ellilífeyrir  kr.24.831                                                      Ellilífeyrir kr.24.831
Tekjutrygging  kr.46.582                                              Tekjutrygging kr.66.078
Heimilisuppbót  0                                                          0
Samtals  kr.71.413                                                       Samtals  kr. 90.909

Hér koma svo dæmi um 67 ára einstaklinga. A- fær kr. 25 þúsund lífeyrissjóðstekjur, B-hefur ekki greitt í lífeyrissjóð,en vinnur fyrir 25 þúsund á mánuði.

Dæmi:  A- býr einn fær 25 þúsund kr.                Dæmi:B-býr einn vinnur fyrir 25
Launatekjur frá lífeyrissjóði.                               Þúsund á mánuði.

  
Ellilífeyrir  24.831                                                       Ellilífeyrir  24.831
Tekjutrygging  68.555                                               Tekjutrygging  78.542
Heimilisuppbót  20.219                                              Heimilisuppbót  23.164
Samtals       kr. 113.604                                            Samtals      kr. 126.537

Hér eru aðeins sýnd sex dæmi sem sýna glöggt óréttlætið. Á þessum dæmum sést vel að það er ekki sama hvaðan tekjurnar koma. Skerðingin er mest ef tekjurnar koma frá lífeyrissjóðum. Það skal tekið fram að í öllum dæmunum er um heildartekjur að ræða. Ath. þarna á eftir að taka skatt. Skattleysismörkin eru í dag 90 þúsund kr. Þetta er ekki eina skerðingin í bótakerfinu því þegar kemur að því að reikna desember og orlofsuppbót þá er líka hægt að sjá óréttlætið þar. Desemberuppbótin er reiknuð 30% á tekjutryggingu en orlofsuppbótin er reiknuð 20% á heimilisuppbót. Hjón fá ekki orlofsuppbót af því þau fá ekki heimilisuppbót.   
Ég treysti nýrri ríkisstjórn til að lagfæra þennan óskapnað sem greiðslur lífeyrisbóta er komnar í og vinda ofan af vitleysunni. Er ekki komin tími til að Samtök atvinnulífsins Verkalýðshreyfingin lífeyrissjóðirnir og ríkisstjórnin fari að tala saman.  Það er nauðsýnlegt að hægri höndin viti hvað sú vinstri er að gera. 

    Guðrún E Ólafsdóttir
   Formaður félags eldri borgara á Suðurnesjum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024