Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Til hamingju Suðurkjördæmi
Sunnudagur 8. mars 2009 kl. 15:26

Til hamingju Suðurkjördæmi

Það er vissulega ánægjulegt að sjá  svo marga kraftmikla einstaklinga, sem kunna sitt fag, bjóða sig fram til forystu fyrir næstu  ríkisstjórnarkosningar.  Ekki er vanþörf á því að kunna til verka nú á síðustu og verstu tímum.  Ég fagna því að Oddný Harðardóttir, sem gefur kost á sér í forystusveitina skuli hafa svarað kalli.  Hér á ferð er heilsteypt kona sem hefur hvarvetna þar sem hún hefur starfað getið sér gott orð.  Hún hefur þá eiginleika að taka verkefnin föstum tökum og  forgangsraða.  Ég myndi treysta henni fyrir nánast hvaða verkefni sem er.  

Þó svo að okkur innan Samfylkingarinnar hafi greint á um ýmislegt,  þá fara fram heiðarleg skoðanaskipti sem leyfast svo sannarlega innan okkar raða og þá er ekki viðkvæðið að ef þú ert ekki sammála mér í einu máli þá séum við almennt ekki sammála.  Það á heldur ekki að tíðkast að ef ég klóri þér þá klórir þú mér, þó það geti nú svo sem verið gott.  Það er þó ekki hið raunverulega lýðræði.   Fyrst og síðast þarf fólk að gera upp við sjálft sig á heiðarlegan hátt hvern það styður og  hvaða stefnu það stendur að baki, ekki hverja það styður af því að „flokkseigendafélögin,  séu búin að setja stefnuna um mannaval.   Um leið og ég óska okkur öllum til hamingju með að hafa fengið kraftmiklar konur og karla í framvarðarsveitina vonast ég svo sannarlega til að við höldum vel utan um þá sem eru yst  á svæðinu en þar er góður maður á ferð Árni nokkur Þorvaldsson sem er greinilega góður meðspilari.  Úrvalið er gott og út úr þannig vali verður bara til einvalalið.

Áfram Suðurkjördæmi - sameinuð stöndum við.

Með kveðju,
Sveindís Valdimarsdóttir,
Bæjarfulltrúi A-listans í Reykjanesbæ.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024