Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Fimmtudagur 27. maí 2004 kl. 14:59

Til hamingju Sandgerðingar

Ég má til með að óska Sandgerðingum til hamingju með upplýsingafund sem Sigurður Valur bæjarstjóri hélt með íbúum á síðastliðinn mánudag, 24. maí 2004. Slíkur fundur með íbúum hefur ekki verið haldinn í fjöldamörg ár af stjórnendum bæjarfélagsins.

Á fundinum kynnti bæjarstjóri fyrst og fremst tvö stór mál sem hafa verið til afgreiðslu hjá bæjarstjórn. Annars vegar sala Grunnskólans og samkomuhúss til Fasteignar ehf. og hins vegar framkvæmdir á miðbæjarsvæði og samningar við Búmenn. Aðdragandi að fundi bæjarstjórans var kynningarfundur sem var haldinn af hálfu minnihlutans um þessi sömu mál 4. maí sl. Meirihlutinn afþakkaði boð um þátttöku í þeim fundi.
Bæjarstjóra verð ég að hrósa fyrir fínan fund og ágætis glæru-sýningu sem var úti í bíl á kynningarfundi minnihlutans. Á fundinum töluðu einnig fjórir bæjarfulltrúar, tveir úr minnihluta og tveir úr meirihluta og komu fram mismunandi skoðanir.
Í upphafi fundarins gerði Sigurður Valur bæjarstjóri fundinum grein fyrir því að allir bæjarfulltrúar síðasta kjörtímabils hefðu verið samstíga í því að gera áætlanir um að hækka skuldir á næsta kjörtímabili vegna framkvæmda. Stuttu síðar hóf hann að útskýra að ástæður fyrir sölu eigna, Grunnskóla og Samkomuhúss væru til að greiða niður skuldir og kæmu miðbæjarframkvæmdum ekkert við. Kannski er ég enn of blautur á bak við eyrun til að skilja svona kynningar, enda mikið af flóknum hugtökum og tölum, en fyrir mér er þetta tvískinnungur. Síðan ruglaðist ég alveg í ríminu í lok fundar þegar Sigurður Valur sagði í svari við fyrirspurn að við værum að selja eignir til að kaupa hjá Búmönnum. Í upphafi fundar kom hins vegar fram hjá Sigurði að sala eigna tengdist alls ekkert framkvæmdum á miðbæjarsvæði!  Það er ekki skrítið að menn  spyrji spurninga þegar málaflutningur er svona óskýr.

Óskar Gunnarsson, oddviti K-lista, hafði þó á fundinum aðrar skýringar á því að minnihlutinn væri að spyrja og gera athugasemdir. Hann telur að minnihlutinn vilji hægja á og fresta framkvæmdum um tvö ár eða svo þannig að þær flytjist yfir á nýtt kjörtímabil. Svona barnalegar athugasemdir hafa einnig hljómað á bæjarstjórnarfundum, hafa haft alvarlegar afleiðingar og eru vart svaraverðar. Ég skil Óskar ekki á neinn annan hátt en að hann geri ráð fyrir að núverandi minnihluti verði í meirihluta næst. Hyggst Óskar, eða jafnvel fleiri úr meirihlutanum, hverfa frá á næsta kjörtímabili? Í því sambandi hef ég heyrt fleygt að nú sé verið að byggja minnisvarða á miðbæjarsvæðinu í Sandgerði.  Til hamingju Sandgerðingar!

Hallbjörn V. Rúnarsson
varabæjarfulltrúi í Sandgerði

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024