Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Til eru fræ... ertu tilbúin(n) að leyfa þeim að spíra?
Miðvikudagur 13. september 2006 kl. 17:14

Til eru fræ... ertu tilbúin(n) að leyfa þeim að spíra?

Ég hef tekið að mér hlutverk. Að vera sú sem minnir ykkur á að það er hægt að gera enn betur. Að það þarf ekki að láta sér líða illa, vera með krónísk meltingarvandamál, vera síþreyttur eða burðast með öll þessi aukakíló og því sem þeim nú fylgir af bæði líkamlegum, félagslegum og andlegum leiðindum. Ég trúi því að áminning mín falli í mismunandi nærða jörð alveg eins og fræ sem spírar ef viðkomandi er reiðubúinn til að taka fyrsta skrefið í átt að betri og hollari lífsstíl. Ég fullyrði að fræið er af fínustu gerð og með alla þá eiginleika sem eru nauðsynlegir eru til að geta orðið að stóru, fallegu og sterku tréi. En eins og öllum er kunnugt er ekki nóg að fræið sé af góðum gæðum. Ef það fellur ekki í góða jörð og ef ekki er hlúð að fræinu og það vökvað og nært þá deyr það og verður ekki að tréi...í þetta skiptið.

Við þekkjum mörg frækornin send af góðum hug til Þjóðfélagsins. Frækornin sem predika það að heilbrigður lífstíll skipti máli? Höfum við ekki öll heyrt oft og mörgum sinnum að hollt mataræði og regluleg líkamsrækt sé leiðin að góðri heilsu, rétt eins og að reykingar séu okkur skaðlegar? Við vitum þetta sennilega öll. En það er oft langt á milli vits og gjörða.
Enginn getur sagt þér að þú eigir að bæta heilsuna. Þú þarft að vera reiðubúinn. Ég heyri svo oft sagt: „Ég get ekki gert þetta núna.“ „Ég er ekki tilbúinn til að breyta, leggja þetta á mig, til að hætta að borða allt það sem mér finns gott, að hlaupa, að þjálfa, að ganga á Esjuna.“ Og hvað get ég sagt við þessu? Ekkert! Nema endurtekið minn boðskap reglulega, því það kemur að því að fræið spírar.

Ef við notum enn garðyrkjuna sem metafor þá eru ótrúlega margir sem eru að sækjast eftir að verða að stóru, fallegu og sterku tréi undir eins án fyrirhafnar. Verða 10 kílóum léttari, fullir af orku og í svaka fínu formi á bara einni viku. Þetta kallast líka „leitin að kraftaverkapillunni.“
Það eru margar slíkar í boði þarna úti. Ég er hrædd um að ég geti ekki boðið upp á þannig fíneri. Hins vegar get ég boðið ykkur upp á annað. Ef þið eruð tilbúin, reiðubúin og búin að ákveða að nú sé rétti tíminn. Ég get næstum því lofað ykkur að fræið sem ég á tekur tíma að spíra, vaxa, dafna, vaxa, þroskast, nærast, mynda rætur, blöð, krónblöð, blóm og verður svo að stóru, fallegu og sterku tréi. Þetta tré kalla ég „Algjöra vellíðan.“ Ekkert hókus pókus og ekkert kraftaverk. Gerist ekki á einni viku.  Heldur á 16 vikum sem eru fullar af fróðleik, nýrri þekkingu, matreiðslu, líkamsrækt, stuðningi og bara gaman! Þetta eru fræin. Svo er það vökvinn sem á að næra. Hann er kannski á þinni könnu? Ert þú tilbúinn til að vera með okkur í heilsubyltingunni? Þú getur átt hættu á að grennast, ná kjörþyngd, byggja upp vöðvamassa, verða orkubúnt og bara líða vel.

Við byrjum 23. september með námskeið í Íþróttaakademíunni sem við köllum „Losum okkur við fitupúkann.“ Við Umahro næringarkönnuður og kokkur munum kenna þér að endurnæra þig með alvöru mat og líkamsrækt sem virkar. Þú getur lesið nánar um námskeiðið á akademian.is. Taktu stökkið!

Þorbjörg Hafsteinsdóttir
hjkfr. og næringarþerapsiti D.E.T.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024