Til að fyrirbyggja allan misskilning
Golfklúbbur Suðurnesja og Kalka eru þannig staðsett að skiljanlega er auðvelt að ruglast á þeim (enda aðeins nokkuð hundruð metra á milli í beinni loftlínu). Myndin hér að ofan sýnir samt að ef vel er að gáð er tiltölulega auðvelt að greina þessa tvo staði í sundur (GS til vinstri, Kalka til hægri).
Það gerðist á dögunum að ruslageymsla Golfklúbbsins í Leirunni var fyllt af umbúðun utan af hægindastólum og öðrum húsgögnum frá Ikea, skapaði þetta töluverð óþægindi fyrir veitingaaðilann okkar og hafði aukinn kostnað í för með sér þar sem kalla þurfti til bíl frá Gámaþjónustunni til að tæma geymsluna. Ég vil biðja fólk í framtíðinni að gæta vel að því að þau séu örugglega í Helguvík að losa rusl en ekki í Leirunni.
Það skal þó sagt þessum aðila til hróss að þetta er töluvert snyrtilegri frágangur en að sturta úr kerru út á víðavangi.
Kærar kveðjur,
Jóhann Páll Kristbjörnsson
formaður Golfklúbbs Suðurnesja