Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Þyrlur Gæzlunnar við æfingar með dösnku varðskipi
Fimmtudagur 3. mars 2005 kl. 15:28

Þyrlur Gæzlunnar við æfingar með dösnku varðskipi

Meðfylgjandi myndir voru teknar nýlega úr danska varðskipinu Triton er áhöfn þess hélt sameiginlega æfingu með flugdeild Landhelgisgæslunnar.
Báðar þyrlur Landhelgisgæslunnar tóku þátt í æfingunni.  Áhöfn TF-LIF æfði eldsneytistöku frá varðskipinu en það er nokkuð vandasöm aðgerð sem þarfnast mikillar nákvæmni.  Það getur gert gæfumuninn ef slys á sér stað í mikilli fjarlægð frá landi að þyrlan geti tekið eldsneyti frá skipi.  Ekki er aðstaða til þess í varðskipunum Ægi og Tý.

Áhöfn TF-SIF æfði æfði aðflug og lendingu á þyrlupalli Tritons. Lending tókst vel þrátt fyrir talsverðan velting á skipinu. Forstjóri ásamt þremur starfsmönnum Landhelgisgæslunnar var í boði skipherra Triton um borð í skipinu og sá áhöfn TF-SIF um að flytja þá til Reykjavíkur að æfingu lokinni.  Um borð í skipinu fengu Landhelgisgæslumenn fræðslu um hlutverk varðskipsins Tritons og verkefni.  Eins og endranær eru Tritonsmenn reiðubúnir til samvinnu við Landhelgisgæsluna á sem flestum sviðum.  Sérstakur samningur er einnig til staðar um samstarf Landhelgisgæslunnar og danska sjóhersins á sviði
leitar- og björgunarmála.

Á annarri myndinni eru báðar þyrlur Landhelgisgæslunnar á flugi yfir skipinu en það er nokkuð sérstakt að þær náist báðar í einu á mynd á flugi.  Hin myndin sýnir TF-LIF í hangflugi yfir Triton á meðan verið var að dæla í hana eldsneyti frá varðskipinu.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024