Þrjú stjórnmálaöfl á móti álveri í Helguvík?
Samfylking máttlaus og Björt framtíð og Vinstri græn andvíg álveri í Helguvík.
Það er sorglegt að sjá hversu lítil áhrif Suðurnesjamenn hafa innan þessarra þriggja stjórnmálahreyfinga sem þó virðast vera að koma Suðurnesjamönnum á næsta þing, ef marka má skoðanakannanir.
Það vita allir að sú atvinnuaðgerð sem getur haft mest áhrif á bættan hag fjölskyldna á Suðurnesjum er án efa bygging álvers og kísilvers í Helguvík.
Allir vita líka um afstöðu Vinstri grænna til þess verkefnis, en verra er að stuðningur Samfylkingarmanna í heimahéraði hefur greinilega mátt sín lítils við þorra Samfylkingarmanna á þingi. Þeir hafa því ekki náð neinu í gegn.
Þá vekur það mikil vonbrigði að nýtt framboð, Björt framtíð sem mælist nú með mann inni á Suðurnesjum, er andvígt frekari uppbygginu álvera, samkvæmt stefnuskrá.
Suðurnesjamenn við verðum að skoða vel hvað við kjósum þann 27. apríl næstkomandi og hugsa um eigin hag og okkar svæði þegar við göngum inn í kjörklefann, vandamálin verða fyrst og fremst leyst með meiri atvinnu!
Guðbergur Reynisson
Suðurnesjamaður