Þrá oddvita S-lista til bæjarstjórastóls vóg þyngra
Formanni Sjálfstæðisfélagsins barst bréf frá Samfylkingarfélagi Grindavíkur þar sem eftirfarandi kom fram;
„Vegna skorts á samráði og trúnaði oddvita Sjálfstæðisflokksins, við Samfylkinguna, í bæjarstjórn Grindavíkur, sér S listinn sig knúinn til að slíta samstarfinu við D-listann“. Undir þetta rita oddviti og varaformaður Samfylkingarfélags Grindavíkur.
Í ljósi þess að S-listinn í Grindavík ætlaði að slíta samstarfi við D-listann vegna samstarfsörðugleika við oddvita D-listans bauðst hann til þess strax að segja af sér.
Ljóst er að þrátt fyrir sterkan vilja hjá fulltrúum D-lista til að leysa þennan ágreining á sem farsælastan hátt var ásetningur S-lista greinlega annar en sá sem gefinn var upp í bréfinu. Aldrei kom fram sannur vilji hjá S lista til að ræða og leysa málin. Þegar atburðarrásin er skoðuð eftir á er ljóst að þrá oddvita S-lista til bæjarstjórastóls vóg þyngra en vilji þeirra til að leysa þessi mál.
Tekið skal fram að enginn málefna ágreiningur var í samstarfi S-lista og D-lista.
Sjálfstæðisfélag Grindavíkur þakkar Ólafi Erni Ólafssyni fráfarandi bæjarstjóra fyrir hans störf og óskum honum alls hins besta á nýjum vettvangi.
Virðingarfyllst,
Jóna Rut Jónsdóttir
Formaður Sjálfstæðisfélags Grindavíkur