Þosteinn segir af sér sem varabæjarfulltrúi í Reykjanesbæ
Þorsteinn Árnason, fyrsti varamaður framsóknarflokksins í bæjarstjórn Reykjanesbæjar hefur sagt af sér sem varabæjarfulltrúi. Afsögn Þorsteins var tekin til afgreiðslu á fyrsta fundi nýkjörinnar bæjarstjórnar Reykjanesbæjar undir kvöld.,,Með tilliti til niðurstöðu kosninganna og miklu fylgistapi Framsóknarflokksins í Reykjanesbæ, telur undirritaður að hann hafi ekki fengið umboð bæjarbúa til að vinna lengur að málefnum bæjarins. Að því gefnu, hef ég ákveðið að taka
ekki sæti mitt sem 1. varamaður Framsóknarflokksins í bæjarstjórn
Reykjanesbæjar næsta kjörtímabil.
Ég vil óska öllum nýkjörnum bæjarfulltrúum til hamingju og vænti þess að þeir starfi að heilindum fyrir bæjarbúa í náinni framtíð"
Erindi Þorsteins Árnasonar var samþykkt samhljóða. Guðný Kristjánsdóttir mun taka sæti Þorsteins sem fyrsti varabæjarfulltrúi Framsóknarflokksins.
ekki sæti mitt sem 1. varamaður Framsóknarflokksins í bæjarstjórn
Reykjanesbæjar næsta kjörtímabil.
Ég vil óska öllum nýkjörnum bæjarfulltrúum til hamingju og vænti þess að þeir starfi að heilindum fyrir bæjarbúa í náinni framtíð"
Erindi Þorsteins Árnasonar var samþykkt samhljóða. Guðný Kristjánsdóttir mun taka sæti Þorsteins sem fyrsti varabæjarfulltrúi Framsóknarflokksins.