Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

  • Thorsil - verkefnið í Helguvík
    Svona verður verksmiðja Thorsil séð frá Mánahestinum í Keflavík.
  • Thorsil - verkefnið í Helguvík
    Svona verður verksmiðja Thorsil séð frá Hólmsbergskirkjugarði.
Fimmtudagur 6. október 2016 kl. 10:15

Thorsil - verkefnið í Helguvík

- Davíð Páll Viðarsson, stjórnarformaður Reykjaneshafnar, skrifar:

Stjórn Reykjaneshafnar samþykkti á fundi sínum þann 3. október síðastliðin samkomulag um fyrirkomulag greiðslna frá Thorsil ehf. sem tilgreindar eru í lóðar- og hafnarsamningi milli aðila frá apríl 2014. Í samkomulaginu er tilgreint hvenær og hvernig að greiðslunum er staði, en gjalddagi fyrstu greiðslu er núna í október. Samfara ákvæðum um greiðslur frá Thorsil ehf. er útfært í samkomulaginu hvernig Reykjaneshöfn mun standa að framkvæmdum þeim sem tilgreindar eru í lóðar- og hafnarsamningnum, þ.e. uppbyggingu lóðarinnar Berghólabraut 8 og stækkun viðlegukants í Helguvíkurhöfn. Samkomulagið tryggir því hag beggja samningsaðila í þeim framkvæmdum sem nauðsynlegar eru vegna þessa verkefnis.
 
Frá því að lóðar- og hafnarsamningurinn milli aðila var undirritaður í apríl 2014 hefur þurft að færa til alls sjö sinnum dagsetningar er tengjast staðfestingargreiðslu frá Thorsil. Ástæður þessara frestanna hafa verið af ýmsu tagi, m.a. vegna dráttar á staðfestingu orkusamnings frá Landsvirkjun og vegna tímafrekrar vinnu í fjármögnun verkefnisins. Verkefni af þessari stærðargráðu með fjármögnun upp á yfir 30 milljarða króna tekur sinn tíma. Stjórn Reykjaneshafnar hefur sýnt því skilning enda hafa hverri frestun fylgt fullnægjandi skýringar af hendi fyrirtækisins, enda hefur það ekki verið  spurning um hvort verkefnið hefst í dag eða á morgun, heldur hefur það skipt höfðuðmáli að vandað sé til undirbúning verksins og að það skili sér að lokum. Í svona verkefni ekki tjaldað til einnar nætur heldur til áratuga.
 
Eins og flestir vita hafa Reykjanesbær og stofnir hans, þ.á.m. Reykjaneshöfn, unnið að fjárhagslegri endurskipulagningu gagnvart kröfuhöfum sínum. Ein af forsendum í þeirri endurskipulagningu er að auka tekjur Reykjaneshafnar á komandi árum. Verkefni eins og kísilverksmiðja Thorsil til Helguvíkur er ein af þeim tekjustoðum sem Reykjaneshöfn mun byggja á í framtíðinni til þess að standa skil á skuldbindingum sínum.

Stjórn Reykjaneshafnar telur sig hafa sýnt ábyrgð í rekstri með því að hafa veitt Thorsil það svigrúm sem þurfti til þegar þess var óskað og þannig tekið þátt í fjárhagslegri endurskipulagningu sem mun stuðla að bættu samfélagi til lengri tíma litið.

Með samkomulaginu, sem samþykkt var í stjórn Reykjaneshafnar 3. október sl., er farið að sjá fyrir endann á þeirri undirbúningsvinnu fyrir verksmiðju Thorsil, en búist er við að verksmiðjan hefji starfsemi eftir tvö ár. Þau umsvif sem þessu verkefni tengjast munu efla samfélagið á Suðurnesjum og því ber að fagna.

Davíð Páll Viðarsson,
stjórnarformaður Reykjaneshafnar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024