Bláa Lónið - 01apíl.
Bláa Lónið - 01apíl.

Aðsent

  • Þörfin er æpandi
  • Þörfin er æpandi
    Kjartan Már Kjartansson skrifar um Suðurnesjalínu 2.
Sunnudagur 23. október 2016 kl. 21:29

Þörfin er æpandi

Raforka er nauðsynleg öllum nútíma samfélögum og þar með okkur Suðurnesjamönnum. Ört vaxandi mannlíf og fjölbreytt atvinnulíf kallar á meiri raforku. Þörfin er í raun æpandi og til að mæta henni hefur um langt skeið verið unnið að lagningu Suðurnesjalínu 2.

Henni er ætlað margs konar hlutverk.

Í fyrsta lagi að auka afhendingaröryggi til Suðurnesja en í dag er bara ein háspennulína inn á Reykjanesskagann. Ekki er hægt að taka hana niður og sinna nauðsynlegu viðhaldi því þá stöðvast raforkuflutningur inn á svæðið á meðan. Vegna vaxandi viðhaldþarfar aukast líkurnar á því að línan bili með ófyrirsjáanlegum alvarlegum afleiðingum fyrir íbúa og atvinnulíf.

Suðurnesjalínu 2 er einnig ætlað að svara vaxandi eftirspurn eftir raforku á svæðinu en mikil uppbygging er fyrirsjáanlega í ýmsum atvinnugreinum sem nota mikla raforku í sinni starfsemi. Má þar nefna flugvöllinn, gagnaverin, stóriðju í Helguvík og svo auðvitað ört stækkandi íbúabyggð á öllum Reykjanesskaganum.

Í þriðja lagi eru tvær afkastamikil virkjanir í Svartsengi og á Reykjanesi sem selja raforku út á landsnetið og þurfa að geta komið þeirri orku frá sér. Umferðin um þessar raforkulínur er því mikil og fer ört vaxandi.

Það er því mikilvægt, bæði út frá öryggissjónarmiðum og vaxandi þörf, að sú deila sem nú ríkir um lagningu Suðurnesjalínu 2 verði leyst hratt og vel, svæðinu til heilla.

Kær kveðja

Kjartan Már Kjartansson,
bæjarstjóri Reykjanesbæjar og formaður stjórnar Almannavarna Suðurnesja.

 

Public deli
Public deli