Þöggun í sjávarbyggðum
-Íbúar sjávarbyggða skoðanakúgaðir í krafti afkomuótta
Píratar í Suðurkjördæmi boða til opins borgarafundar um sjávarútvegsmál í Grindavík, fimmtudaginn 25. ágúst nk. Fundurinn verður haldinn í Verkalýðshúsinu, Víkurbraut 46, Grindavík frá kl. 20-22.
Umræðufundur um kvótakerfið og áhrif þess á lítil bæjarfélög á landsbyggðinni og um þá þöggun sem á sér stað hjá starfsmönnum fyrirtækja í sjávarútvegi.
Auk þess verður fjallað um sjávarútvegsstefnu Pírata sem var samþykkt fyrir rúmu ári síðan.
Dagskrá fundar
Kynning á Pírötum – Ásta Guðrún Helgadóttir, þingmaður Pírata
Sjávarútvegsstefna Pírata –Þórólfur Júlian Dagsson, 3. sæti Pírata í Suðurkjördæmi
Hnökrar kvótakerfisins - Álfheiður Eymarsdóttir, 4. sæti Pírata í Suðurkjördæmi
Hræðslan í sjávarbyggðum – Oktavía Hrund Jónsdóttir, 2. sæti Pírata í Suðurkjördæmi
Yfirferð á Pólsku - Wiktoria Joanna Ginter
Fundarstjóri verður Elsa Kristjánsdóttir sem skipar 5. sæti Pírata í Suðurkjördæmi