Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Þjóðarleikvangur til Reykjanesbæjar
Föstudagur 8. apríl 2022 kl. 14:37

Þjóðarleikvangur til Reykjanesbæjar

Mikil umræða hefur verið að undanförnu í fjölmiðlum landsins, sem og á kaffistofum um staðsetningu Þjóðarleikvang. KSÍ, KKÍ og HSÍ hafa undanfarin ár verið í samræðum við Reykjavíkurborg og við ráðamenn ríkisstjórnar Íslands án þess að komast að niðurstöðu. En og aftur virðist málið vera komið í hnút, aðilar ekki sammála og virðist sem þjóðin neyðist til að horfa á afreksfólk okkar, spila sína heimaleiki utan landsteinanna og þá í gegnum sjónvarp og/eða aðra vefmiðla. Áhangendur og áhugamenn um kappleiki vita hversu mikið stuðningurinn hefur á afreksfólk sem tekur þátt í hvers konar keppni og því brýnt að slíkur vettvangur verði komið á fót sem allra fyrst. 

Reykjanesbær er tilvalinn fyrir Þjóðarleikvang okkar Íslendinga. Það er mikið landsvæði í sveitarfélaginu sem kemur til greina og getum við nefnt Ásbrú sem dæmi um hentugan stað. Reykjanesbær gæti þá útvegað landsvæði undir þjóðarleikvang sem hýsir aðstöðu til landsleikja fyrir allar okkar stærstu íþróttagreinar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Það er mjög hagkvæmt og afar hentugt að Þjóðarleikvangur rísi hér í Reykjanesbæ, sem er mjög stutt frá alþjóðaflugvelli. Hér eru frambærilegir gististaðir og einnig tækifæri til frekari uppbygginga á gistimöguleikum og annari þjónustu. Við myndum sjá fram á aukin tækifæri í atvinnumöguleikum á svæðinu sem og bætta verslun og aukna þjónustu. Það felast því mikil tækifæri fyrir okkur í Reykjanesbæ með reisingu slíks mannvirkis hér.  Sem dæmi má benda á að hægt er að halda menningarlega viðburði á slíkum leikvangi, sem og stóra  tónleika, sýningar og aðra slíka viðburði.

Hér er aðlaðandi fyrir fólk frá Evrópu og Ameríku að koma vegna hagstæðrar staðsetningar okkar í Atlantshafinu, hér er stutt í allar áttir.  Á Reykjanesinu er svo sannarlega margt fallegt að skoða og stutt í allt.  Við sjáum því stór tækifæri í því að stuðla að því að slíkur leikvangur myndi rísa hér í Reykjanesbæ og í leiðinni myndi stóraukast öll aðstaða, menning, þjónusta og verslun hér og reyndar á öllum Suðurnesjunum. Ekki af ástæðulausu sem við sjálfstæðismenn setjum þetta í stefnuskrá okkar.

Höfuðborgin myndi einnig hagnast á öllum þessum gestafjölda þar sem stutt er á milli borgarinnar og Reykjanesbæjar. Það þekkist líka víðast hvar í Evrópu að þjóðarleikvangur viðkomandi þjóðar er stutt fyrir utan höfuðborgina. 

Ef svo yrði að því að innanlandsflugið kæmi til Reykjanesbæjar þá myndu allir landsmenn njóta góðs af mannvirkinu, þá fljúgum við fólki alls staðar af landinu hingað.

Minnkum flækjustigið - það er ekkert pláss í Reykjavík - Reykjanesbær er málið!

Hugsum stórt!

Guðbergur Reynisson og Hjördís Baldursdóttir eru frambjóðendur
Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ fyrir komandi Sveitarstjórnarkosningar.