Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Þingmenn Samfylkingar og Frjálslyndra töluðu mest
Miðvikudagur 2. júní 2004 kl. 15:07

Þingmenn Samfylkingar og Frjálslyndra töluðu mest

Magnús Þór Hafsteinsson þingmaður Frjálslynda flokksins og Björgvin G. Sigurðsson þingmaður Samfylkingarinnar töluðu mest allra af þingmönnum Suðurkjördæmis á Alþingi í vetur. Magnús Þór talaði í rúmlega 15 klukkustundir og Björgvin í tæpar 15 klukkustundir. Sjálfstæðismennirnir Kjartan Ólafsson og Guðjón Hjörleifsson töluðu styst en Guðjón talaði samanlagt í tæpar 2 klukkustundir og Kjartan í rúmlega eina klukkustund á Alþingi í vetur.
Það skal tekið fram að Björgvin, Lúðvík og Magnús Þór voru allir utan þings í nokkra mánuði vegna fæðingaorlofs og Margrét var utan þings í tvo mánuði vegna endurhæfingar.

Magnús Þór Hafsteinsson Frjálslynda flokknum talaði í rúmlega 15 klukkustundir og fór 235 sinnum í ræðustól.
Björgvin G. Sigurðsson Samfylkingunni talaði í tæplega 15 klukkustundir og fór 194 sinnum í ræðustól.
Jón Gunnarsson Samfylkingunni talaði í rúmlega 11 klukkustundir og fór 137 sinnum í ræðustól.
Guðni Ágústsson Framsóknarflokki talaði í rúmlega 8 klukkustundir og fór 143 í ræðustól.
Lúðvík Bergvinsson Samfylkingunni talaði í rúmlega 7 klukkustundir og  fór 104 sinnum í ræðustól.
Hjálmar Árnason Framsóknarflokki talaði í rúmlega 5 klukkustundir og fór 121 sinni í ræðustól.
Margrét Frímannsdóttir Samfylkingu talaði í rúmlega 5 klukkustundir og fór 103 í ræðustól.
Drífa Hjartardóttir Sjálfstæðisflokki talaði í rúmlega  5 klukkustundir og fór 126 sinnum í ræðustól.
Guðjón Hjörleifsson Sjálfstæðisflokki talaði í tæplega 2 klukkustundir og fór 63 sinnum í ræðustól.
Kjartan Ólafsson Sjálfstæðisflokki talaði í rúmlega 1 klukkustund og fór 25 sinnum í ræðustól.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024