Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Þingmenn í kjördæmaheimsókn
Mánudagur 20. október 2003 kl. 12:36

Þingmenn í kjördæmaheimsókn

Suðurkjördæmis eru í kjördæmaheimsókn á Suðurnesjum í dag, en næstu vikuna verða þingmenn á ferð og flugi um kjördæmi sín. Þingmennirnir voru í Garðinum í morgun og rétt fyrir hádegið heimsóttu þeir Helguvík þar sem álvinnslufyrirtækið Alur var heimsótt og jarðvegsframkvæmdir skoðaðar. Árni Sigfússon bæjarstjóri Reykjanesbæjar fylgdi þingmönnum eftir og skýrði frá framkvæmdum. Þingmannahópurinn mun m.a. heimsækja Fjölbrautaskóla Suðurnesja og Heilbrigðisstofnun Suðurnesja í dag.

VF-ljósmynd/JKK: Þingmannahópurinn við Helguvík í morgun.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024