Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Þingmenn í heimsókn hjá Brunavörnum Suðurnesja
Föstudagur 11. febrúar 2011 kl. 09:28

Þingmenn í heimsókn hjá Brunavörnum Suðurnesja

Þingmenn suðurkjördæmis heimsóttu slökkvistöðina hjá Brunavörnum Suðurnesja s.l. mánudag til þess að fara yfir þá stöðu sem upp er komin er varða sjúkraflutninga á Suðurnesjum. Jón Guðlaugsson slökkviliðsstjóri fór yfir stöðuna eins og hún er í dag vegna skertra framlaga til reksturs slökkviliðsins og hversu lítinn hluta ríkið greiðir vegna samnings um sjúkraflutninga. Samningurinn rann út um síðustu áramót en nú er unnið samkvæmt bráðabirgðarsamkomulagi sem rennur út 1. mars n.k.

Farið var vel yfir hvaða afleiðingar það hefði í för með sér ef ekki næðist eðlilegur og sanngjarn samningur en óbreyttur samningur þýðir verulegan samdrátt í rekstri Brunavarna Suðurnesja.

Þingmennirnir tóku beiðni um aðstoð við að koma á eðlilegum samningi vel og lofuðu að leggjast á árarnar með Brunavörnum Suðurnesja í komandi samningaviðræðum við Sjúkratryggingar Íslands, þannig að viðunandi samningur náist og að Brunavörnum Suðurnesja verði gert kleift að sinna sjúkraflutningum með eðlilegum hætti eins og verið hefur fram að þessu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Jón Guðlaugsson fór yfir stöðu mála með þingmönnum suðurkjördæmis.