Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Fimmtudagur 17. janúar 2002 kl. 15:24

Þingflokkur framsóknarmanna fundar í Eldborg við Svartsengi í dag

Ráðherrar flokksins, þingmenn , aðstoðamenn ráðherra og ráðgjafar sitja fund í Eldborg, sem er fundaraðstaða við Svartsengi sem er í eigu Hitaveitu Suðurnesja hf. Hjálmar Árnason þingmaður framsóknaflokksins fyrir Reykjanesumdæmi segir þetta vera algeng vinnubrögð hjá þingflokknum, að fara út úr borginni og funda.Hjálmar segir að Alþingi komi saman á næstunni eftir jólafrí og því sé nauðsynlegt fyrir þingflokkinn að hittast og fara málefnalega yfir pólitíska stöðu og vinnuna framundan, því það séu mörg stór mál sem bíði afgreiðslu þingsins. Þar á Hjálmar við Kárahnjúkavirkjun og velferðamálin sem hann segir tengjast. „Kárahnjúkavirkjun og velferðakerfið hanga saman, Kárahnjúkavirkjun er undirstaða velferðakerfisins, hún skapar verðmætin og þau verður síðan að nota til að byggja upp öflugt velferðakerfi", sagði Hjálmar. Hann sagði þingflokkinn einnig vera að ræða önnur mál s.s. Nýsköpun og fleira í þeim dúr. Ástæðuna fyrir því að þingflokkurinn hefði valið Suðurnes að þessu sinni segir Hjálmar vera vegna þess Eldborg sé ein glæsilegasta og besta fundaraðstaða á Íslandi, þjónustan góð og svo skaði ekki að vera í þessu fallega umhverfi. Önnur ástæða til að vera á Suðurnesjum er sú að Hallgrímur Bogason, oddviti framsóknarmanna í Grindavík og stjórnarformaður Sambands sveitafélaga á Suðurnesjum, hafi ávarpað hópinn og sagt frá því helsta sem hefur verið að gerasst hjá framsóknarmönnum á Reykjanesinu.

Hér fyrir neðan eru nokkrar myndir sem ljósmyndari Víkurfrétta tók af þingflokksfundinum í dag, þegar Siv Friðleifsdóttir kynnti flokksfélögum sínum niðurstöður sínar um Kárahnjúkavirkjun.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024