ÞINGFLOKKUR FRAMSÓKNAR Á SUÐURNESJUM
Dagana 23. og 24. ágúst verður þingflokkur og Landsstjórn Framsóknarflokksins á ferð um Suðurnes. Um árabil hefur Landsstjórn komið saman til haustfundar og valið þá eitt af kjördæmum landsins. Að þessu sinni urðu Suðurnes fyrir valinu.Þingflokkurinn og fulltrúar Landsstjórnar munu funda hér suðurfrá með sveitarstjórnarfulltrúum flokksins og formönnum félaga á svæðinu. Þá munu þeir heimsækja fyrirtæki og skoða jafnt sögufræga staði sem náttúrufyrirbrigði.Tilgangurinn er m.a. sá að þingmenn og fulltrúar kynnist því sem er á seiði í hverju kjördæmi og heimamenn geti komið sínum málum á framfæri. Haustfundurinn markar í raun upphaf vetrarstarfsins hjá flokknum. Fundur þingflokks og Landsstjórnar verður haldinn í Eldgjá við Svartsengi þriðjudaginn 23. ágúst kl. 15. Formaður flokksins mun fjalla um stjórnmálaástandið en síðan munu ráðherrar flokksins sitja fyrir svörum í pallborði. Þar gefst fulltrúum og fjölmiðlum kostur á að leggja fyrir ráðherra spurningar.Vinsamlegast Hjálmar Árnason