Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Þetta viljum við gera...
Miðvikudagur 10. júní 2009 kl. 15:27

Þetta viljum við gera...


Þingflokkur sjálfstæðismanna hefur lagt fram þingsályktunartillögu um nauðsynlegar aðgerðir í ljósi alvarlegs ástands í efnahagsmálum þjóðarinnar. Þingflokkurinn stendur allur að tillögunni. Í henni eru settar fram með hugmyndir að lausnum og aðgerðum sem mikilvægt er að ráðist verið í hið allra fyrsta. Íslenska þjóðin upplifir nú samdrátt og atvinnuleysi og við þessu þarf að bregðast hratt.

Biðstaða undanfarinna vikna og mánaða og skortur á afgerandi aðgerðum stjórnvalda hefur nú þegar valdið miklum skaða og aðgerðarleysiskostnaður hrannast upp. Þess vegna er brýnt að stjórnvöld geri nú þegar grein fyrir því hvernig eigi að létta undir með heimilunum, ná saman í ríkisfjármálum, endurreisa bankakerfið, endurskoða lög og reglur um fjármálamarkaði og skapa fleiri störf til að vinna gegn atvinnuleysi og tryggja vinnufúsum höndum verkefni.
Fundur í Reykjanesbæ  – miðvikudaginn 10. júní kl. 20:00 – Hólagötu 15

Á morgun, miðvikudaginn 10. júní, verða þingmenn Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi, þau Ragnheiður Elín Árnadóttir og Árni Johnsen með fund í Sjálfstæðishúsinu, Hólagötu 15 í Reykjanesbæ, þar sem efnahagstillögurnar verða kynntar. Hefst fundurinn kl. 20:00. Heitt á könnunni - allir velkomnir!
Meðal þeirra aðgerða sem Sjálfstæðisflokkurinn leggur áherslu á eru:
•    Raunhæf áætlun í ríkisfjármálunum til þriggja ára verði kynnt
•    Kannað verði í samvinnu við lífeyrissjóði og aðila vinnumarkaðarins að breyta skattlagningu lífeyristekna þannig að inngreiðslur verði skattlagðar en sú aðgerð gæti skapað ríkissjóði tugi milljarða í auknar tekjur
•    Heimilum verði gert kleift að lækka greiðslubyrði af verðtryggðum íbúðalánum um 50% á mánuði í þrjú ár auk þess sem myndaður verði hópur með fulltrúum frá öllum flokkum sem kanni möguleika á niðurfærslu lána
•    Með skiptasamningi milli gömlu og nýju bankanna verður unnt að stofna nýju bankana og tryggja að áhætta vegna gjaldeyrisjöfnuðar, vaxtamunar og eignamats endi ekki hjá nýju bönkunum og þar af leiðandi á skattgreiðendum
•    Stefnt að sölu á eignarhlutum bankanna til almennings eftir skýrum reglum um dreifða eignaraðild og undangengnum breytingum á regluumhverfi fjármálamarkaða
•    Afnema skal gjaldeyrishöft eins fljótt og auðið er en þangað til verði gerð sú breyting að reglurnar gildi ekki um nýjar erlendar fjárfestingar verði og þannig komið í veg fyrir að höftin dragi úr erlendri fjárfestingu hér á landi
•    Skynsöm auðlindanýting og fjölbreytt uppbygging í orkufrekum iðnaði, s.s. með gagnaverum, aflþynnuverksmiðju, álverum, kísilflöguverksmiðju og ræktun grænmetis til útflutnings ásamt því að veita skattafslátt til fyrirtækja sem ráðast í verkefni í nýsköpun og þróun og lækka kostnað einyrkja við að stofna félög utan um rekstur getur skapað fjölda starfa fyrir Íslendinga
•    Lagt er til að brýnum aðgerðum, m.a. í tengslum við heimilin, við stofnun nýju bankana og gerð raunhæfrar áætlunar í ríkisfjármálunum verði lokið fyrir 15. júlí 2009
Með þingsályktunartillögunni fylgir ítarleg greinargerð þar sem tillögur þingflokksins eru útskýrðar og kynntar nánar. Þingflokkur sjálfstæðismanna leggur þessar hugmyndir og tillögur fram sem sitt framlag til þeirra nauðsynlegu aðgerða sem framundan eru í íslensku efnahagslífi. Afar brýnt er að ríkisstjórnin hefjist nú þegar handa við að leysa vandann og koma Íslandi á ný í hóp samkeppnishæfustu þjóða heims.

Tillöguna í heild sinni má nálgast inn á vef Alþingis – á þessari slóð: http://www.althingi.is/altext/137/s/0103.html

Þá er nánari umfjöllun um tillögurnar aðgengileg inn á vef flokksins á þessari slóð: http://www.xd.is/?action=efnahagsmal

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024