Þetta er töff – er í sporum Davíðs
Kristján Pálsson er einn á báti í Alþingishúsinu. Leitar að 20 frambjóðendum á lista, 3-400 meðmælendum, 2.000 atkvæðum og nokkrum milljónum í kosningasjóð. Ætlar að sleppa sumarfríinu.
Kristján Pálsson alþingismaður sækir ekki lengur þingflokksfundi sjálfstæðimanna
í Alþingishúsinu. Þar er hann einn á báti og notar hliðarherbergi þinghússins þegar hann þarf að ræða við kjósendur. Segist ekki kunna því illa þó upp sé komin staða sem hann hafi ekki óskað sér sjálfur:
„Maður hittir fólk alls staðar og hefur ekki tíma til að sitja inni á kaffistofu Alþingis að tala um allt og ekkert. Ég er á fullu í undirbúningi fyrir kosningarnar,“ segir Kristján, sem á enn töluvert í land. Hann þarf að leggja fram framboðslista með nöfnum 20 frambjóðenda og tryggja sér 3-400 meðmælendur að framboðinu.
Þegar því er öllu lokið þarf hann einnig að sannfæra 2.000 kjósendur um eigið ágæti og erindi til framtíðar í Suðurkjördæmi, sem teygir sig víða. Þetta á eftir að kosta peninga. Nokkrar milljónir í það minnsta: „Þetta er töff. Ég er nú í sporum Davíðs að kljást við Golíat. En það er verið að safna peningum frá stuðningsaðilum. Og þó ég sjálfur eigi enga peninga verð ég að leggja fram eitthvað sjálfur. Fólk leyfir sér að fara í sumarleyfi sem getur kostað 400 þúsund
krónur og því sleppi ég næsta sumar. Legg peningana frekar í framboðið,“ segir Kristján, sem telur að hann geti orðið sterkur á þingi ef sérframboð hans nær því fylgi sem til þarf:
„Gæti orðið sterkari eftir en áður,“ segir hann. Kristján Pálsson segir sérframboð
sitt sprottið af óánægju með vinnubrögð í stjórnmálum og nái hann kjöri verði það fyrst og síðast aðvörun til forystumanna í stjórnmálum og vísbending til þeirra um að vara sig: „Temja sér ekki vinnubrögð sem fólk kærir sig ekki um,“ eins og
hann orðar það.
Kristján Pálsson útilokar ekki að hann gangi til liðs við þingflokk Sjálfstæðisflokksins eftir kosningar nái hann kjöri. Allir viti hvaðan hann kom og einnig hitt „...að hver vegur að heiman er vegurinn heim.“
Frá þessu er greint í Fréttablaðinu í morgun.
Kristján Pálsson alþingismaður sækir ekki lengur þingflokksfundi sjálfstæðimanna
í Alþingishúsinu. Þar er hann einn á báti og notar hliðarherbergi þinghússins þegar hann þarf að ræða við kjósendur. Segist ekki kunna því illa þó upp sé komin staða sem hann hafi ekki óskað sér sjálfur:
„Maður hittir fólk alls staðar og hefur ekki tíma til að sitja inni á kaffistofu Alþingis að tala um allt og ekkert. Ég er á fullu í undirbúningi fyrir kosningarnar,“ segir Kristján, sem á enn töluvert í land. Hann þarf að leggja fram framboðslista með nöfnum 20 frambjóðenda og tryggja sér 3-400 meðmælendur að framboðinu.
Þegar því er öllu lokið þarf hann einnig að sannfæra 2.000 kjósendur um eigið ágæti og erindi til framtíðar í Suðurkjördæmi, sem teygir sig víða. Þetta á eftir að kosta peninga. Nokkrar milljónir í það minnsta: „Þetta er töff. Ég er nú í sporum Davíðs að kljást við Golíat. En það er verið að safna peningum frá stuðningsaðilum. Og þó ég sjálfur eigi enga peninga verð ég að leggja fram eitthvað sjálfur. Fólk leyfir sér að fara í sumarleyfi sem getur kostað 400 þúsund
krónur og því sleppi ég næsta sumar. Legg peningana frekar í framboðið,“ segir Kristján, sem telur að hann geti orðið sterkur á þingi ef sérframboð hans nær því fylgi sem til þarf:
„Gæti orðið sterkari eftir en áður,“ segir hann. Kristján Pálsson segir sérframboð
sitt sprottið af óánægju með vinnubrögð í stjórnmálum og nái hann kjöri verði það fyrst og síðast aðvörun til forystumanna í stjórnmálum og vísbending til þeirra um að vara sig: „Temja sér ekki vinnubrögð sem fólk kærir sig ekki um,“ eins og
hann orðar það.
Kristján Pálsson útilokar ekki að hann gangi til liðs við þingflokk Sjálfstæðisflokksins eftir kosningar nái hann kjöri. Allir viti hvaðan hann kom og einnig hitt „...að hver vegur að heiman er vegurinn heim.“
Frá þessu er greint í Fréttablaðinu í morgun.