„Þetta er tímamótamál“, segir Skúli Þ. Skúlason
Bæjarstjórn Reykjanesbæjar samþykkti á fundi sl. þriðjudag tillögu meirihlutans, um að hefja nú þegar undirbúning að því að aðstoða íþróttahreyfinguna í Reykjanesbæ við að greiða laun til þjálfara sem starfa við þjálfun barna. Tómstunda- og íþróttaráð mun undirbúa viðmiðunarreglur sem taka mið af stefnumörkun Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands varðandi barna- og unglingastarf.
Félagslega hliðin mikilvæg
„Stefna meirihlutans hefur verið að aðstoða íþróttahreyfinguna eftir mætti og þetta er einn liður í því“, segir Skúli Þ. Skúlason (B) forseti bæjarstjórnar. „Mikil þróun hefur átt sér stað hjá okkur á
undanförnum árum; skólar eru orðnir heilsdagsskólar og þá eru möguleikar á að færa íþróttaiðkun yngstu barna inn í skólann en það byggist á góðu skipulagi og samstarfi viðkomandi aðila.“
Skúli telur mikilvægt fyrir íþróttaiðkun yngstu barna að hún sé ekki of sérhæfð. „Til að börn nái eðlilegum líkamsþroska er æskilegt að þau stundi fleiri en eina íþróttagrein og reyni þá á mismunandi vöðvahópa. Ég vil einnig benda á að félagslega hliðin tengd íþróttum er ekki síður mikilvæg en sú líkamlega.“
Markvissari stjórnun
Eins og komið hefur fram í fjölmiðlum hefur íþrótthreyfingin um allt land verið í fjárkröggum. Á sama tíma er þetta stærsta og fjölmennasta tómstundiðja Íslendinga og fær mest áhorf í sjónvarpi. Með þessari tillögu bæjarstjórnar er gert ráð fyrir að íþróttafélög í bænum taki mið af stefnu Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands um barna og unglingastarf undir yfirskriftinni, Fyrirmyndarfélag eða Fyrirmyndardeild. „Það sem felst í því er að félag þarf að fara í
ákveðna stefnumótun og skilgreina starf barnaíþróttanna. Að því loknu fær félagið eða deildin, gæðastimpil frá ÍSÍ. Í því felst að foreldrasamstarf sé skilgreint, ákveðnar skuldbindingar gerðar í
umhverfismálum og jafnfréttismálum, þ.e. að þjálfarar stúlkna og drengja sitji við sama borð í sambandi við launakjör og annað, svo dæmi sé tekið. Þetta gæðaferli tekur á mjög mörgum þáttum og ég tel að með þessu verði stjórnun og skipulag félaga mun markvissarar og þá skilvirkara“, segir Skúli.
Auðveldari aðgangur að fjármagni
Hvað er áætlað að þetta kosti bæjarfélagið?
„Í dag liggur ekki ljóst fyrir hversu umfangsmikið verkefnið verður. Að sjálfsögðu þarf það að vera innan eðlilegra marka. Bærinn er nú með Afreks- og styrktarsjóð en hann fær um 4.4
milljónir króna á ári. Sá sjóður hefur m.a. verið notaður til að styrkja barna- og unglingastarf í íþróttafélögunum, mér finnst ekki óeðlilegt að skilgreina hluta þess fjármagns í verkefnið til að byrja með.“
Munu félögin verða skyldug til að fara í gegnum þetta stefnumótunarferli eða er þeim í sjálfsvald sett hvort þau sækist eftir gæðastimplinum?
„Það mun velta á félögunum sjálfum hversu dugleg þau verða við að ná sér í þennan gæðastimpil en vilji þau fá aðstoð við að greiða laun þjálfara barna. Þá miðar tillagan við að þau hafi þennan gæðastimpil frá ÍSÍ. Félögin okkar eru nú þegar með mjög margt af því, sem þar er tilgreint í mjög góðu ásigkomulagi. Það má geta þess að eitt af skilyrðum hjá ÍSÍ er að búið sé að aðgreina fjármagn í unglingastarfi frá rekstri meistaraflokka, öll þekkjum við þessa gagnrýni að allir peningar fari til meistaraflokkanna. Þetta er vonandi ein leið til þess að auðvelda íþróttafélögunum að ráða til sín vel menntaða og hæfa leiðbeinendur því að þeir eru fyrirmyndir og verða að vera heilsteyptar og þroskaðar manneskjur sem kunna að umgangast börn“, segir Skúli.
Dregur úr brottfalli
Brottfall úr íþróttum er umhugsunarmál og sérstaklega hefur verið rætt um brottfall stúlkna úr íþróttum. Er þetta liður í að draga úr brottafalli stúlkna?
„Já, það hljóta að vera minni líkur á brottfalli ef börnin okkar fá góða leiðsögn fyrstu árin.Þá má kannski segja að þetta sé liður í að draga úr brottafalli stúlkna því félögin þurfa að huga að jafnréttismálum, sem þýðir að þjálfarar stúlkna og drengja sitji t.d við sama borð í launamálum.
Það hlýtur að auðvelda og styrkja starf stúlknaíþrótta en vissulega er þetta bara einn liður af mörgum sem þarf að huga að til að minna brottfall verði úr íþróttum.“
Af stað í haust
Að sögn Skúla hefur Tómstunda- og íþróttaráð Reykjanesbæjar þegar fengið það verkefni að undirbúa viðmiðunarreglur en hann gerir ráð fyrir að sú vinna sé þegar hafin. "Þeir hafa sumarið til að vinna að þessum reglum og því vona ég að verkefnið gæti farið af stað strax í haust. Ég minni samt á að æskilegt er að fara hægt og rólega í svona lagað þannig að við höldum vel utanum verkefnið. Þá er hægt að þróa það í rólegheitunum og meiri líkur á að það verði varanlegt."
Skúli telur að verkefnið eigi eftir að styrkja samstarf bæjaryfirvalda og íþróttahreyfingarinnar verulega. „Ég geri mér vonir um að þetta auðveldi íþróttahreyfingunni að einhverju leiti þann erfiða rekstur sem að þau eru í. Þetta eru vissulega tímamót en Reykjanesbær er fyrsta bæjarfélagið sem gerir þetta með þessum hætti. „Mér kæmi ekki á óvart að þessi stefnumótun
ÍSÍ, „Fyrirmyndarfélag - Fyrirmyndardeild“, fengi aukna athygli í kjölfarið víða um land, enda mjög nauðsynleg vilji félög hafa skýra uppeldisstefnu í sínu starfi“, segir Skúli.
Í greinargerð sem meirihluti bæjarstjórnar lagði fram kemur fram að rannsóknir hafi sýnt að íþróttir hafi jákvæð áhrif á iðkendur þeirra, bæði er þær uppbyggilegar líkamlega og sálarlega og
sameini jafnframt fjölskylduna í leik. „Vegna þess að íþróttir eru veigamikill þáttur í tómstundastarfi barna eru gerðar miklar kröfur til íþróttahreyfingarinnar um að leiðtogar (þjálfarar) séu góðar fyrirmyndir, vel menntaðir og hafi skilning á uppeldi- og þroskaferli barna. Í samræmi við skilgreiningar í stefnuyfirlýsingu ÍSÍ um barna- og unglingaíþróttir er hér átt við að börn séu allir til og með 12 ára. Reykjanesbær vill með þessu efla gildi innra starfs
íþróttahreyfingarinnar og aðstoða hreyfinguna við vandasamt hlutverk sitt. Það gerir bæjarstjórn meðal annars með því að gera samninga við deildir eða félög sem auðveldar þeim að ráða til þjálfunarstarfa vel menntaða og hæfa þjálfara fyrir yngstu iðkendurna. Á móti tryggi
íþróttahreyfingin vel skipulagt og faglegt uppeldisstarf fyrir börnin okkar“, segir orðrétt í greinargerð og undir hana rituðu allir fulltrúar meirihlutans. Tillagan var samþykkt 11-0.
Félagslega hliðin mikilvæg
„Stefna meirihlutans hefur verið að aðstoða íþróttahreyfinguna eftir mætti og þetta er einn liður í því“, segir Skúli Þ. Skúlason (B) forseti bæjarstjórnar. „Mikil þróun hefur átt sér stað hjá okkur á
undanförnum árum; skólar eru orðnir heilsdagsskólar og þá eru möguleikar á að færa íþróttaiðkun yngstu barna inn í skólann en það byggist á góðu skipulagi og samstarfi viðkomandi aðila.“
Skúli telur mikilvægt fyrir íþróttaiðkun yngstu barna að hún sé ekki of sérhæfð. „Til að börn nái eðlilegum líkamsþroska er æskilegt að þau stundi fleiri en eina íþróttagrein og reyni þá á mismunandi vöðvahópa. Ég vil einnig benda á að félagslega hliðin tengd íþróttum er ekki síður mikilvæg en sú líkamlega.“
Markvissari stjórnun
Eins og komið hefur fram í fjölmiðlum hefur íþrótthreyfingin um allt land verið í fjárkröggum. Á sama tíma er þetta stærsta og fjölmennasta tómstundiðja Íslendinga og fær mest áhorf í sjónvarpi. Með þessari tillögu bæjarstjórnar er gert ráð fyrir að íþróttafélög í bænum taki mið af stefnu Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands um barna og unglingastarf undir yfirskriftinni, Fyrirmyndarfélag eða Fyrirmyndardeild. „Það sem felst í því er að félag þarf að fara í
ákveðna stefnumótun og skilgreina starf barnaíþróttanna. Að því loknu fær félagið eða deildin, gæðastimpil frá ÍSÍ. Í því felst að foreldrasamstarf sé skilgreint, ákveðnar skuldbindingar gerðar í
umhverfismálum og jafnfréttismálum, þ.e. að þjálfarar stúlkna og drengja sitji við sama borð í sambandi við launakjör og annað, svo dæmi sé tekið. Þetta gæðaferli tekur á mjög mörgum þáttum og ég tel að með þessu verði stjórnun og skipulag félaga mun markvissarar og þá skilvirkara“, segir Skúli.
Auðveldari aðgangur að fjármagni
Hvað er áætlað að þetta kosti bæjarfélagið?
„Í dag liggur ekki ljóst fyrir hversu umfangsmikið verkefnið verður. Að sjálfsögðu þarf það að vera innan eðlilegra marka. Bærinn er nú með Afreks- og styrktarsjóð en hann fær um 4.4
milljónir króna á ári. Sá sjóður hefur m.a. verið notaður til að styrkja barna- og unglingastarf í íþróttafélögunum, mér finnst ekki óeðlilegt að skilgreina hluta þess fjármagns í verkefnið til að byrja með.“
Munu félögin verða skyldug til að fara í gegnum þetta stefnumótunarferli eða er þeim í sjálfsvald sett hvort þau sækist eftir gæðastimplinum?
„Það mun velta á félögunum sjálfum hversu dugleg þau verða við að ná sér í þennan gæðastimpil en vilji þau fá aðstoð við að greiða laun þjálfara barna. Þá miðar tillagan við að þau hafi þennan gæðastimpil frá ÍSÍ. Félögin okkar eru nú þegar með mjög margt af því, sem þar er tilgreint í mjög góðu ásigkomulagi. Það má geta þess að eitt af skilyrðum hjá ÍSÍ er að búið sé að aðgreina fjármagn í unglingastarfi frá rekstri meistaraflokka, öll þekkjum við þessa gagnrýni að allir peningar fari til meistaraflokkanna. Þetta er vonandi ein leið til þess að auðvelda íþróttafélögunum að ráða til sín vel menntaða og hæfa leiðbeinendur því að þeir eru fyrirmyndir og verða að vera heilsteyptar og þroskaðar manneskjur sem kunna að umgangast börn“, segir Skúli.
Dregur úr brottfalli
Brottfall úr íþróttum er umhugsunarmál og sérstaklega hefur verið rætt um brottfall stúlkna úr íþróttum. Er þetta liður í að draga úr brottafalli stúlkna?
„Já, það hljóta að vera minni líkur á brottfalli ef börnin okkar fá góða leiðsögn fyrstu árin.Þá má kannski segja að þetta sé liður í að draga úr brottafalli stúlkna því félögin þurfa að huga að jafnréttismálum, sem þýðir að þjálfarar stúlkna og drengja sitji t.d við sama borð í launamálum.
Það hlýtur að auðvelda og styrkja starf stúlknaíþrótta en vissulega er þetta bara einn liður af mörgum sem þarf að huga að til að minna brottfall verði úr íþróttum.“
Af stað í haust
Að sögn Skúla hefur Tómstunda- og íþróttaráð Reykjanesbæjar þegar fengið það verkefni að undirbúa viðmiðunarreglur en hann gerir ráð fyrir að sú vinna sé þegar hafin. "Þeir hafa sumarið til að vinna að þessum reglum og því vona ég að verkefnið gæti farið af stað strax í haust. Ég minni samt á að æskilegt er að fara hægt og rólega í svona lagað þannig að við höldum vel utanum verkefnið. Þá er hægt að þróa það í rólegheitunum og meiri líkur á að það verði varanlegt."
Skúli telur að verkefnið eigi eftir að styrkja samstarf bæjaryfirvalda og íþróttahreyfingarinnar verulega. „Ég geri mér vonir um að þetta auðveldi íþróttahreyfingunni að einhverju leiti þann erfiða rekstur sem að þau eru í. Þetta eru vissulega tímamót en Reykjanesbær er fyrsta bæjarfélagið sem gerir þetta með þessum hætti. „Mér kæmi ekki á óvart að þessi stefnumótun
ÍSÍ, „Fyrirmyndarfélag - Fyrirmyndardeild“, fengi aukna athygli í kjölfarið víða um land, enda mjög nauðsynleg vilji félög hafa skýra uppeldisstefnu í sínu starfi“, segir Skúli.
Í greinargerð sem meirihluti bæjarstjórnar lagði fram kemur fram að rannsóknir hafi sýnt að íþróttir hafi jákvæð áhrif á iðkendur þeirra, bæði er þær uppbyggilegar líkamlega og sálarlega og
sameini jafnframt fjölskylduna í leik. „Vegna þess að íþróttir eru veigamikill þáttur í tómstundastarfi barna eru gerðar miklar kröfur til íþróttahreyfingarinnar um að leiðtogar (þjálfarar) séu góðar fyrirmyndir, vel menntaðir og hafi skilning á uppeldi- og þroskaferli barna. Í samræmi við skilgreiningar í stefnuyfirlýsingu ÍSÍ um barna- og unglingaíþróttir er hér átt við að börn séu allir til og með 12 ára. Reykjanesbær vill með þessu efla gildi innra starfs
íþróttahreyfingarinnar og aðstoða hreyfinguna við vandasamt hlutverk sitt. Það gerir bæjarstjórn meðal annars með því að gera samninga við deildir eða félög sem auðveldar þeim að ráða til þjálfunarstarfa vel menntaða og hæfa þjálfara fyrir yngstu iðkendurna. Á móti tryggi
íþróttahreyfingin vel skipulagt og faglegt uppeldisstarf fyrir börnin okkar“, segir orðrétt í greinargerð og undir hana rituðu allir fulltrúar meirihlutans. Tillagan var samþykkt 11-0.