Þess vegna Valgerður
Ég varð að láta segja mér það þrisvar sinnum, líkt og Egill forðum, að Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra teldi litla ástæðu til að fagna þó Suðurnesjamenn undirrituðu viljayfirlýsingu við Norðurál um álversbyggingu í Helguvík.
Af skiljanlegum ástæðum hafa Suðurnesjamenn tekið þessum orðum ráðherrans illa og þó hún sé nú farin að óska okkur til hamingju er lítil hamingja í röddinn. Núna segir hún: ,,Það getur vart hvarflað að Suðurnesjamönnum að hætt verði við álversáform fyrir norðan þótt viljayfirlýsing hafi verið undirrituð um álver í Helguvík." En afhverju skyldi það ekki hvarfla að okkur? Það eru aðeins þrjú ár síðan Valgerður ráðherra fékk samþykkt að flytja allt nýbyggingarfjármagn Byggðastofnunar, sem dreift hafði verið til eignarhaldsfélaganna á landsbyggðinni þar á meðal Suðurnesja, til að byggja upp og reka þróunarstofnun á Akureyri. Af hverju skyldi ekki hvarfla að Suðurnesjamönnum að hún horfði einu sinni í suður?
Valgerður hefur verið eindreginn stuðningsmaður virkjana m.a. við Kárahnjúka og hafa margir þar á meðal ég staðið við bakið á henni við þá umdeildu vikjun til að skapa Austfirðingum möguleika í sinni atvinnuuppbyggingu. Sú ganga hefur ekki verið þrautalaus.
Ég benti á það í grein í Morgunblaðinu fyrir 6 árum að Íslendingar gætu að mestu komist hjá umhverfisspjöllum vegna raforkuframleiðslu sinnar með því að nýta jarðgufuna til raforkuframleiðslu. Síðan ég ritaði þessa grein hefur mikið gerst í þessum geira og orkan frá einni gufuholu hefur tífaldast vegna djúpborunartækni sem tæknimenn Hitaveitu Suðurnesja og fleiri hafa þróað. Orkubúskapur Hitaveitu Suðurnesja hefur verið til mikillar fyrirmyndar og þar er frekar rekinn orkugarður með fjölþættri nýtingu orkunnar en einhliða virkjun. Má benda á Bláa lónið í því sambandi og heilsuuppbygginguna sem þar er að þróast samhliða. Orkan úr iðrum Reykjanessins er nýtt til hins ítrasta.
Nú er komið að álveri á Suðurnesjum. Sú uppbygging verður gerð í sátt við umhverfið og fólkið á svæðinu. Þess vegna átt þú Valgerður að vinna með Suðurnesjamönnum að uppbyggingu álvers í Helguvík.
Kristján Pálsson fv. alþingismaður
Af skiljanlegum ástæðum hafa Suðurnesjamenn tekið þessum orðum ráðherrans illa og þó hún sé nú farin að óska okkur til hamingju er lítil hamingja í röddinn. Núna segir hún: ,,Það getur vart hvarflað að Suðurnesjamönnum að hætt verði við álversáform fyrir norðan þótt viljayfirlýsing hafi verið undirrituð um álver í Helguvík." En afhverju skyldi það ekki hvarfla að okkur? Það eru aðeins þrjú ár síðan Valgerður ráðherra fékk samþykkt að flytja allt nýbyggingarfjármagn Byggðastofnunar, sem dreift hafði verið til eignarhaldsfélaganna á landsbyggðinni þar á meðal Suðurnesja, til að byggja upp og reka þróunarstofnun á Akureyri. Af hverju skyldi ekki hvarfla að Suðurnesjamönnum að hún horfði einu sinni í suður?
Valgerður hefur verið eindreginn stuðningsmaður virkjana m.a. við Kárahnjúka og hafa margir þar á meðal ég staðið við bakið á henni við þá umdeildu vikjun til að skapa Austfirðingum möguleika í sinni atvinnuuppbyggingu. Sú ganga hefur ekki verið þrautalaus.
Ég benti á það í grein í Morgunblaðinu fyrir 6 árum að Íslendingar gætu að mestu komist hjá umhverfisspjöllum vegna raforkuframleiðslu sinnar með því að nýta jarðgufuna til raforkuframleiðslu. Síðan ég ritaði þessa grein hefur mikið gerst í þessum geira og orkan frá einni gufuholu hefur tífaldast vegna djúpborunartækni sem tæknimenn Hitaveitu Suðurnesja og fleiri hafa þróað. Orkubúskapur Hitaveitu Suðurnesja hefur verið til mikillar fyrirmyndar og þar er frekar rekinn orkugarður með fjölþættri nýtingu orkunnar en einhliða virkjun. Má benda á Bláa lónið í því sambandi og heilsuuppbygginguna sem þar er að þróast samhliða. Orkan úr iðrum Reykjanessins er nýtt til hins ítrasta.
Nú er komið að álveri á Suðurnesjum. Sú uppbygging verður gerð í sátt við umhverfið og fólkið á svæðinu. Þess vegna átt þú Valgerður að vinna með Suðurnesjamönnum að uppbyggingu álvers í Helguvík.
Kristján Pálsson fv. alþingismaður