Þemadagar í Gerðaskóla 3.-5. október 2012
	Sem kunnugt er þá spannar saga samfellds skólahalds í Garði brátt 140 ár, afmælisdagurinn sjálfur er  sunnudagurinn 7. október nk.  Gerðaskóli er í hópi elstu starfandi skóla landsins í dag.  Nemendur og starfsfólk Gerðaskóla ætlar að gera sér dagamun á miðvikudag, fimmtudag og föstudag.
	
	Þemadagar eru á dagskrá 3.-5. október nk.  Þemað, eða yfirskriftin, er 140 ára afmæli skólahalds í Garði.  Fjölbreyttum verkefnum er deilt niður á bekkina auk þess sem minni hópar eru með tiltekin verkefni. Hver hópur vinnur með sitt verkefni eftir efnum og ástæðum.  Á föstudaginn milli kl 10 og 12 er foreldrum og öðrum velunnurum skólans boðið að koma í heimsókn í skólann og fylgjast með vinnu nemenda. Þann dag um kl. 10 til 11  verður stutt formleg afmælisathöfn í Miðgarði (sal skólans).
	
	Skarphéðinn Jónsson
	skólastjóri Gerðaskóla
	 


 
	
			


 
						 
						 
						 
						 
						 
						


 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				