Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

  • Þangað kemur kötturinn sem honum er klórað!
  • Þangað kemur kötturinn sem honum er klórað!
    Halldór Ármannsson
Þriðjudagur 22. apríl 2014 kl. 07:11

Þangað kemur kötturinn sem honum er klórað!

– Halldór Ármannsson skrifar

Nú þegar styttist í bæjar- og sveitastjórnarkosningar þá er farið að glitta í gamalkunn loforð enn eina ferðina hjá forsvarsmanni bæjarfélagsins. Allskyns verkefni og verksmiðjur sem búið er að lofa til margra ára eru farin að skjóta upp kollinum. Slík verkefni eru í sjálfu sér af hinu góða ef af verður en ég tel að það sé löngu kominn tími fyrir nýjar áherslur í atvinnumálum hér í Reykjanesbæ.

Ótímabær uppbygging
Það hefur oft hvarflað að mér á undanförnum árum að við brotthvarf hersins hafi átt að redda málum með vinnustað sem myndi rúma alla þá sem misstu atvinnuna þar. Þannig hugsunarháttur leiðir oft til þeirrar stöðu sem við búum við í dag;  skuldir bæjarsjóðs upp úr öllu valdi og búið að selja flestar eignir bæjarfélagsins vegna ótímabærrar uppbyggingar og eyðslu á fjármunum bæjarsjóðs.

Innsýn í lifnaðarhætti Suðurnesjafólks
Það þarf að breyta þeim hugsunarhætti og huga að því að margt smátt gerir eitt stórt. Einn af þeim þáttum sem þarf að vinna betur í er markaðssetning svæðisins.  Hér eru dyrnar fyrir ferðamenn inní landið og það tækifæri þurfum við að nýta okkur betur. Þarna liggja mikil framtíðartækifæri því fjöldi ferðamanna til landsins er að aukast jafnt og þétt og stefnir í að þeir gætu orðið um 2 milljónir innan fárra ára. Lítum til átaksins Inspired by Iceland. Þannig átak þurfum við að nýta okkur og ná til ferðamanna með miklu markvissari hætti. Við þurfum að geta sýnt þeim hvernig við höfum getað lifað hér í öll þessi ár og á hverju, sögu- og menningartengd ferðaþjónusta er svarið.

Sjávarútvegskjarni í Njarðvík
Ein leiðin er að byggja upp sjávarútvegskjarna sem gefur fólki möguleika á að komast á sjó í langar eða stuttar sjóferðir til fiskveiða og kynnast vinnu í kringum það allt. Fiskvinnslu þar sem að hægt er að fylgjast með öllu vinnsluferlinu. Og svo náttúrulega veitingastaðir þar sem hægt verður að fá “local food”, alla kjöt og fiskflóruna eða sjávarfang af öllum gerðum.  Þessi kjarni gæti verið staðsettur í Ytri Njarðvík  með tengingu yfir í Stekkjarkot og Víkingasafnið og þá er nýuppkomið rokksafn í Hljómahöll ekki langt undan.  

Reykjanesbær er meira en ljós í myrkrinu
Þannig gætum við náð talsverðum fjölda fólks til þess að koma niður í bæinn okkar og kaupa sér vörur og þjónustu og líta á bæinn sem áfangastað. Ekki bara eitthver ljós út um gluggann á rútunni eða bílnum á leiðinni í Reykjavík og á leiðinni til baka í flug út úr landinu aftur.

Það eru ótal vaxtarsprotar sem blasa við og spurningin er bara hvort þessum möguleikum sé beint að fólki eða hvort öllu fjármagni til uppbyggingar í bæjarfélaginu sé eytt undir rykspúandi stóriðnað.

Halldór Ármannsson
skipar 3. sæti á lista Framsóknar í Reykjanesbæ og formaður Landssambands smábátaeigenda.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024