Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

  • Þakklæti
  • Þakklæti
Sunnudagur 1. júní 2014 kl. 20:07

Þakklæti

Kæru íbúar Reykjanesbæjar - þakklæti er efst í huga okkar hjá Beinni leið þegar að það liggur fyrir að við náðum tveimur mönnum inn í bæjarstjórn og erum að taka fyrstu skrefin okkar í að takast á við ný verkefni.

Þegar við hófum málefnavinnuna og kosningabaráttuna fyrr í vetur var markmiðið alltaf að þrátt fyrir að taka þessu verkefni alvarlega þá skyldum við ekki taka okkur sjálf alvarlega. Við vorum ákveðin í að hafa jákvæðnina í fyrirrúmi og halda öllum leiðindum í lágmarki. Fólkið í bænum hefur kallað eftir breytingum og því eðlilegt að fyrsta skrefið sé að sýna fram á að við viljum gera hlutina öðruvísi og hvar er betra að koma því á framfæri en í baráttunni fyrir bænum.

Það bíða okkar mörg og mikilvæg verkefni og við munum taka á þeim af alvöru. Við þökkum það traust sem okkur er sýnt og tökum því alvarlega á sama tíma og við viljum auka gleðina og lífsgæðin í okkar góða bæ. Við trúum því að þetta getum við gert í góðu samráði við bæjarbúa og hræðumst hvorki samstarf við þá né aðra flokka í bæjarstjórn.

Þegar nýtt framboð fer af stað þá liggur það í augum uppi að í fæstum tilvikum er það ríkt af peningum. Þetta var staðreyndin hjá okkur en við erum ótrúlega rík af mörgu öðru. Hæfileikaríku fólki sem með frumlegheitum og skapandi krafti gerði ótrúlegustu hluti. Við vorum umkringd yndislegu fólki sem rétti okkur hjálparhönd og bakaði t.d. eins og enginn væri morgundagurinn eða lagði fram vinnu sína á annan hátt. Það sem stendur líka upp úr er  hvatningin, jákvæðu straumarnir, hlýju orðin og velviljinn frá ótrúlegasta fólki.  Fyrir þetta erum við óendanlega þakklát!!!

Kæru íbúar - takk fyrir stuðninginn!
Anna Lóa Ólafsdóttir
Bein leið - fyrir fólkið í bænum

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024