Þakkir til viðbragðsaðila
Margret De Leon, íbúi í Garði, hafði samband og vildi koma á framfæri þakklæti til þeirra sem stóðu að því að hjálpa henni þegar hún varð fyrir því óhappi að velta bíl sínum við golfvöllinn í Leiru sl. föstudag.
„Ég vil þakka mönnunum sem aðstoðuðu mig út úr bílnum og konunni sem hringdi fyrir mig í alla sem ég bað um að láta vita af mér og kom því í kring að börnin mín voru sótt. Einnig vil ég þakka lögreglumönnum og konuu, lækningum í sjúkrabílnum og sjúkraflutningsmönnum fyrir hughreystandi orð. Kossar og knús til ykkar allra, því þið eigið það svo sannarlega skilið,“ segir Margret De Leon.