Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Miðvikudagur 9. júní 2004 kl. 21:27

Þakkir til IGS

Til yfirmanna og vinnufélaga:

Fyrir hönd föður míns heitins, Kristins Ármannssonar, sem starfaði hjá ykkur í hlaðdeildinni í fjöldamörg ár vil ég þakka ykkur með þúsund þökkum fyrir allan þann ómetanlega stuðning og alla þá hjálp sem þið veittuð honum og fjölskyldu okkar í gegnum veikindin. Nokkrum dögum áður, undir það síðasta, bað pabbi mig um að hjálpa sér að skrifa ykkur mikið og gott þakkarbréf. Ekki náðum við að gera það því allt gerðist svo hratt. Hér með, fyrir hönd pabba og fjölskyldu hans, vil ég þakka ykkur öllum heitt og innilega fyrir alla hjálpina, við hefðum ekki komist svona langt án ykkar hjálpar.

Guð blessi ykkur öll,

Eygló Elísabet Kristinsdóttir.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024