Þakkir fyrir veittan stuðning á Ljósanótt
Afhending menningarverðlauna Reykjanesbæjar fór fram við hátíðlega athöfn í Duushúsum sl. föstudag eins og fjallað hefur verið um. Verðlaunin í ár komu í hlut kórs Keflavíkurkirkju sem fagnar nú 70 ára starfsafmæli og hefur allan þann tíma unnið ötult menningarstarf í þágu bæjarbúa allra.
Við sama tilefni voru aðstandendum og stuðningsaðilum Ljósanætur veitt viðurkenningarskjöl í þakklætisskyni fyrir stuðninginn við Ljósanótt, sem nú var haldin í 13. sinn. Eins og fram kom í máli framkvæmdastjóra Ljósanætur, Valgerðar Guðmundsdóttur og Böðvars Jónssonar, forseta bæjarstjórnar, er hátíðin löngu hætt að vera hátíð bæjaryfirvalda og er orðin hátíð bæjarbúa allra með sí virkari þátttöku þeirra, ekki síst þegar kemur að framkvæmd og stuðningi við hátíðina sem væri ekki svipur hjá sjón nyti hennar ekki við. Það er því einkar vel við hæfi að þakka þeim sem lögðu hönd á plóg, á sjálfri uppskeruhátíð menningarmála í Reykjanesbæ sem árlega er haldin á degi íslenskrar tungu, fæðingardegi þjóðskáldsins Jónasar Hallgrímssonar.
Auk þess að veita þátttakendum og styrktaraðilum Ljósanætur þakkarskjal fyrir sitt framlag er listinn birtur hér svo glöggt megi sjá hve margir koma í raun að slíkri hátíð, sem Ljósanótt er, að frátöldum bæjaryfirvöldum sjálfum. Slíkt verður seint fullþakkað.
Aðal styrktaraðili Ljósanætur í ár líkt og í fyrra er Landsbankinn. Aðrir helstu styrktaraðilar eru HS orka, Nettó, Norðurál, Íslandsbanki og Verne Holdings.
Auk þeirra styrktu margir aðrir hátíðina ýmist með fjárframlagi eða beinni þátttöku í henni. Þeir eru í stafrófsröð:
Björgunarsveitin Suðurnes
Bláa lónið
Brunavarnir Suðurnesja
Bryn Ballett Akademían
Dacoda hugbúnaður
Danskompaní
Deloitte
Dominos Pizza
Eldvarnir
Félag eldri borgara á Suðurnesjum
Félag harmonikkuunnenda á Suðurnesjum
Félag myndlistarmanna í Reykjanesbæ
FFGÍR
Geisli
Hjallastefnan
Hópferðir Sævars
Hótel Keflavík
HS Veitur
Icelandair Hotels
Karlakór Keflavíkur
Keilir, miðstöð vísinda, fræða og atvinnulífs
KFC
Klettasteinn
Kvennakór Suðurnesja
Kvennasveitin Dagbjörg
Leiðsögumenn Reykjaness
Leikfélag Keflavíkur
Léttsveit Tónlistarskóla Reykjanesbæjar
Lífsstíll
Ljósop, félag áhugaljósmyndara
Lúðrasveit Tónlistarskóla Reykjanesbæjar
Lögfræðistofa Suðurnesja
Lögreglan á Suðurnesjum
Lögun
Með blik í auga II, Gærur, glimmer og gaddavír
Plastgerð Suðurnesja
Rafverkstæði IB
Rekan
Sambíóin
SBK
Securitas Reykjanesi
Skátafélagið Heiðabúar
Skólamatur
Sæmundur Sigurlaugsson
Sönghópur Suðurnesja
Sönghópurinn Orfeus
Söngsveitin Víkingarnir
Taekwondodeild Keflavíkur
Tækniþjónusta SÁ
Unglingaráð Körfuknattleiksdeilda Keflavíkur og Njarðvíkur
Verslunarmannafélag Suðurnesja
Vífilfell
Víkurfréttir
Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar
Framkvæmdanefnd Ljósanætur sendir þakklæti til allra þessara aðila fyrir veitt framlag og stuðning og vonar að það megi verða öðrum hvatning til virkrar þátttöku í menningarhátíðinni okkar sem náð hefur að festa sig í sessi sem ein af öflugri menningarhátíðum landsins.