Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Þakkir fyrir skjót viðbrögð
Þriðjudagur 27. desember 2005 kl. 16:28

Þakkir fyrir skjót viðbrögð

Íbúi að Klapparstíg 9 í Njarðvík hafði samband við blaðið til að koma á framfæri þökkum til einstaklings sem vakti íbúa hússins eldsnemma að morgni nokkrum dögum fyrir jól. Ástæðan var að eldur logaði í jólaseríu á þaki hússins.

Vegfarandi hafði orðið þess var að eitthvað óeðlilegt átti sér stað á þaki hússins og barði það að utan þar til fólk vaknaði. Í fátinu gleymdi fólkið að þakka manninum fyrir, því þarna tókst að afstýra meira tjóni. Þökkunum er hér með komið á framfæri.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024