Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Þakkir fyrir málefnalega umræðu
Laugardagur 2. mars 2013 kl. 11:13

Þakkir fyrir málefnalega umræðu

Það var mjög ánægjulegt að sjá að samfylkingarmenn fóru mikinn í síðustu viku í heimablöðunum. Umfjöllunarefnið voru þeir hagstæðu samningar sem Reykjanesbær og 9 önnur sveitarfélög náðu við Fasteign og lánastofnanir tengdar félaginu um lækkun leigu og breytingar á endurkaupareglu. (sjá grein mína í VF 4. tbl. 31. janúar sl.)
Einn ólmast við að kalla þessa samninga „nauðasamninga“ og fer ósatt með verð og tölur. Einmitt þegar rætt hefur verið að þetta séu stærstu „frjálsu“ samningar síðan eftir hrun vill hann að allir læri orðið „nauðsamningar“ eins og við þekkjum ekki í dag muninn á frjálsum samningum og nauðasamningum. Annan langar ólman að halda því fram að við segjum að leigan lækki um 60% á ári á næstu 2 árum þegar hún í raun lækki um 50% – sem við einmitt segjum.

Þriðji skrifar í síðasta Víkurfréttablað að hann ætli ekki að láta, að því er virðist að hans mati, eitthvert ógnarvald sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ fæla sig frá því að skrifa grein þar sem hann líkir mér við bæjarstjóra í Danmörku, drykkfelldan, sem dæmdur var til tveggja ára fangelsisvistar í Danmörku fyrir mútuþægni. Yfirleitt er best að sleppa því að svara svo alvarlegum og fáránlegum ásökunum. Ég vildi bara láta hann vita að þótt honum hafi greinilega mislíkað eitthvað við mig og það sem ég geri og þótt hann viðri jafnvel svona illar skoðanir þá hef ég fyrirgefið honum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Hvers vegna fara menn þessa leið í skrifum sínum? Getur verið að þetta sé síðasta haldreipið sem þeir hafa hangið í til að gagnrýna sjálfstæðismenn í bæjarstjórn? En nú liggja fyrir lyktir þess máls. Bærinn getur, ef hann vill og þegar hann vill, keypt eignirnar til baka. Nánast allar „leigugreiðslur“ bæjarins til félagsins (sem hann á í meirihluta) fara í að greiða niður lánin að baki eignunum, sem bærinn eignast í lok leigutímans.

Árni Sigfússon, bæjarstjóri.