Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Þakkir fyrir frábært Íslandsmót
Fimmtudagur 7. október 2010 kl. 10:54

Þakkir fyrir frábært Íslandsmót

Um síðastliðnu helgi fór fram eitt stærsta Ísalandsmeistaramót í boccia, einliðaleik fram í íþróttarhúsinu við Sunnubraut og íþróttarhúsinu við Heiðarskóla. Það var íþróttafélagið Nes sem var framkvæmdaraðili á þessu móti sem heppnaðist frábærlega.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Við í stjórn Nes viljum koma á framfæri þakklæti til allra þeirra sjálfboðaliða sem voru með okkur um helgina. Við þurftum í kringum 60 dómara og var það ungafólkið okkar á Suðurnesjum sem sá nánast alfarið um dómgæsluna. Þetta voru unglingar í Njarðvíkurskóla, Myllubakkaskóla og nemendur við fjölbrautarskóla Suðurnesja. Einnig komu leikmenn Njarðvíkur og Keflavíkur í meistaraflokki karla í körfuknattleik og dæmdu, ásamt foreldrum, systkinum, frændum og frænkum. Það voru allir sammála því sem voru með okkur um helgina að við í Reykjanesbæ og Suðurnesin erum sérstaklega heppin að eiga allt þetta unga fólk sem mætti, tilbúið að eyða með okkur helginni í dómgæslu sem flest allir voru að gera þetta í fyrsta sinn.
Einnig viljum við þakka því frábæra starfsfólki sem starfar í íþróttahúsunum og í grunnskólunum fyrir alla sína aðstoð og ekki síst foreldrum Nes og þeirra vinum fyrir frábæra vinnu alla helgina.


Með öllum ykkar krafti tókst þetta mót einstaklega vel þar sem um 220 keppendur mættu til leiks, með þjálfurum og aðstoðarfólki, en alls voru hér um 400 manns sem komu að þessu móti.


Bestu þakkir fh. Nes
Jenný Þórkatla Magnúsdóttir
Formaður Nes