Þakkir frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg
Slysavarnafélagið Landsbjörg vill koma á framfæri þakklæti til íbúa og bæjaryfirvalda Reykjanesbæjar fyrir góðar móttökur nýliðna helgi en þá hélt félagið landsþing sitt og árshátíð í bænum.
Bæjaryfirvöld greiddu götu félagsins með öllum tiltækum ráðum og bæjarbúar tóku þingfulltrúum að sama skapi vel auk þess sem aðstaða öll var til fyrirmyndar. Einnig vilja stjórn og starfsfólk félagsins koma á framfæri þökkum til eininga félagsins á Suðurnesjum sem tóku virkan þátt í skipulagningu og framkvæmd landsþings og atburðum tengdum því.
VF-mynd/Hilmar Bragi