Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Þakkir að lokinni Ljósanótt
Þriðjudagur 6. september 2016 kl. 08:41

Þakkir að lokinni Ljósanótt

Sautjánda Ljósanæturhátíð Reykjanesbæjar fór fram nú um helgina og tókst einstaklega vel. Veðurguðirnir léku við hvern sinn fingur og bæjarbúar og gestir einnig.

Fjöldi  tónleika, listsýninga og annars konar viðburða fór fram um allan bæ frá morgni til kvölds og voru vel sóttir. Þúsundir gesta heimsóttu Reykjanesbæ og vil ég nota tækifærið og þakka öllum sem lögðu hönd á plóg við undirbúning og framkvæmd hátíðarinnar sem við getum öll verið mjög stolt af.

Einnig er ástæða til að þakka þeim fjölmörgu fyrirtækjum sem styrktu verkefnið með fjárframlagi.

Með kveðju,
Kjartan Már Kjartansson
bæjarstjóri

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024