Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Þakkarkveðja
Sunnudagur 28. maí 2006 kl. 11:41

Þakkarkveðja

Kæru bæjarbúar,

Ég vil þakka ykkur fyrir frábæran stuðning í kosningunum í gær. Samstaða ykkar um öflugan og mannlegan Reykjanesbæ hefur skilað okkur sterkari fram á veginn. Fjölmargir íbúar lögðu sig fram um að gera þennan sigur glæsilegan, ungir sem aldnir. Fyrir það er ég afar þakklátur.

Síðustu fjögur ár hafa verið mesta uppbyggingartímabil í sögu Reykjanesbæjar. Tekist hefur að virkja einakaðila í verslun og þjónustu, byggingariðnaði, flugþjónustu, orkuvinnslu og iðnaði. Með því hafa verk bæjarsjóðs verið léttari. Íbúum fjölgar, tekjugrunnur okkar hefur styrkts og eiginfjárhlutfallið einnig.

Framundan eru spennandi tækifæri í iðnaði, ferðaþjónustu og heilbrigðisþjónustu sem við munum virkja á næstu mánuðum.
Við Sjálfstæðismenn ætlum að skapa enn fjölskylduvænna samfélag og tryggja til þess öflugar forvarnir í þágu barna og unglinga. Uppbygging Nesvalla í þágu eldri borgara er komin á fulla ferð.
Öll loforð okkar sem við gáfum í kosningunum verða nú efnd, því við höfum meirihluta til að standa við orð okkar.

Áfram Reykjanesbær,

Árni Sigfússon
bæjarstjóri
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024