Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Mánudagur 5. desember 2011 kl. 08:14

Þakkarbréf frá Félagi eldri borgara á Suðurnesjum

Kæra Suðurnesjafólk. Takk fyrir að koma og versla á basarnum. Hann tókst frábærlega vel. Ég vil byrja á þakka Samkaup fyrir stuðninginn. Það gaf okkur 10.000 krónur. Basarinn var haldinn 25. nóv. sl. Það voru nærri 20 borð af allskonar varningi, mat, kökum, föndri og öllu mögulegu. Kaffisalan gekk líka vel og vil ég þakka sérstaklega konunum sem hjálpuðu mér, þeim Fjólu, Þorbjörgu, Móeiði, Huldu dóttur minni, Grétu og Sólveigu. Það söfnuðust 51.500 krónur í Velferðarsjóðinn. Síðan gaf FEBS aðrar 50 þúsund krónur. Það verður messa 18. desember, þ.e. 4. sunnudag í aðventu. Verður þá styrkurinn afhentur formlega. Það væri gaman að sjá ykkur sem flest við þetta tækifæri í Keflavíkurkirkju sunnudaginn 18. desember kl. 11:00.

f.h. basarnefndar
Erna Agnarsdóttir.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024