Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Þakka þér Tómas Young
Það var stemmning á All Tomorrows Parties tónlistarhátíðinni á Ásbrú.
Sunnudagur 30. júní 2013 kl. 21:48

Þakka þér Tómas Young

Í gærkvöldi átti ég þess kost að sækja tónleika í Atlantic Studios. Þar komu fram nokkrar frábærar hljómsveitir en hæst risu tónleikarnir með einstakri frammistöðu Nick Cave og hljómsveitarinnar Bad Seed. Um 2.500 manns voru í Atlantic Studios. Og hvílík stemmning í alveg frábæru veðri. Um 500 útlendingar munu hafa verið meðal gesta en athygli vakti hversu fjölbreytilegur hópur þessi var. Fólk á öllum aldri og úr öllum heimshornum. Þarna mátti sjá marga landsþekkt tónlistarfólk. Nokkra ræddi ég við og átti þeir vart orð til að  lýsa hrifningu sinni yfir aðstæðum á Ásbrú. Sami tónn kemur fram á heimasíðu dr. Gunna

Allt þetta Ásbrúar/Vallar svæði er náttúrlega sorglega illa nýtt. Það er ekki starfssemi nema í svona 1/3 af húsunum þarna. Þegar túristar hafa yfirtekið 101 væri kannski ráð að flytja bara 101 upp á Völl. Þarna eru bestu tónleikahús landsins, fullt af tómum húsum til að búa í, æfa og búa til list og allt til alls nema ég sá hvergi café latte til sölu. Því má auðveldlega redda.

Svo mörg voru þau orð og marga hitti undirritaður sem töluðu á svipuðum nótum. Þarna geta opnast frábær tækifæri til atvinnusköpunar um skapandi listir. Ekki spillti reyndar umgjörðin á APT tónlistarhátíðinni.  Fagmennska í hvívetna sem skilaði fjölmörgum ánægðum tónlistargestum. Að öðrum ólöstuðum á Tómas Young miklar þakkir skildar fyrir að færa okkur svo vandaða og skemmtilega tónlistarhátíð. Þetta er líklega ein besta markaðskynning sem svæðið hefur fengið. Og ber að þakka. Höldum áfram á þessari braut.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Hjálmar Árnason