Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Þakka fyrir greinagóð svör
Föstudagur 5. júlí 2013 kl. 17:33

Þakka fyrir greinagóð svör

Ég vil þakka þeim Gylfa Jóni framkvæmdastjóra fræðslusviðs og Árna Sigfússyni bæjarstjóra fyrir greinagóð svör við fyrirspurn minni. Það er gott að vita til þess að þessum málum er vel sinnt hjá okkur í þessum annars ágæta bæ því ekki er gott ef okkur líður illa i sálinni. Ég vona að þessum málum verði fylgt eftir með sömu ágætum og þessar skýrslur sýna.

Það var ekki ætlan mín að persónugera spurningar mínar. Ástæðan fyrir spurningum mínum til bæjaryfirvalda er t.d. útgáfa á góðum bæklingi um kynferðisofbeldi sem barst til okkar frá sveitafélögum í vor og við þurfum að fylgja þeim málum vel eftir og halda vöku okkar í eineltismálum.  Börn eru viðkvæmar sálir og að komast í gegnum grunnskóla getur verið annsi strembið.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Ég vil í lokin taka heilsghugar undir lokaorð þeirra félaga.

Með virðingu og vinsemd,
Jóhann Sævar Kristbergsson.