Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Það vorar vel með Vinstri grænum í Suðurkjördæmi.
Föstudagur 11. maí 2007 kl. 18:22

Það vorar vel með Vinstri grænum í Suðurkjördæmi.

Rannveig Sigurðardóttir kosningastýra  þakkar:

Suðurkjördæmi þar sem sólin skín.
Hvar sem frambjóðendur okkar í Vinstrihreyfingunni - grænu framboði hafa komið í kjördæminu hefur þeim verið eindæma vel tekið.
Frambjóðendur hafa  haldið fundi hvarvetna um kjördæmið, heimsótt vinnustaði og farið í heimsóknir á bæi.
Þvílíkur skóli fyrir frambjóðendur Vinstri grænna að ferðast um kjördæmið. Heimamenn, bændur, sjómenn, skrifstofufólk, umönnunarstarfsmenn, framkvæmdastjórar, verkamenn og náttúruunnendur hafa frætt okku um starfsemi sína og rætt það sem er efst á baugi í heimabyggð.
Alls staðar  blasir þó við búsetumismunun og er ótrúlegt hvað íbúar hafa verið þolinmóðir gagnvart ríkisstjórnarflokkunum. Lofað hefur verið úrbótum í 16 ár á hinum ýmsu málaflokkum en lítið um efndir.
Íbúar Suðurkjördæmis biðja ekki um búsetustyrki aðeins að sitja við sama borð og íbúar höfuðborgarsvæðisins enda borga þeir sömu skatta. 
Nú á leiðarlokum kosningabaráttunnar, er frambjóðendum efst í huga þakklæti, þakklæti fyrir það örlæti sem okkur hefur verið sýnt og allt sem okkur hefur verið kennt.

Við í Vinstrihreyfingunni grænu framboði í Suðurkjördæmi höfum hvorki  telft fram mörgum auglýsingum né upphrópunum, en stöndum við málefni okkar og stefnu.
Við segjum “Allt of margir íbúar Suðurkjördæmis búa við mismunum vegna búsetu, félagslegra aðstæðna og atvinnumála. Frumkvöðlar og sveitarfélög eru í fjársvelti. Þessu munum við breyta. Tækifærið er 12. maí.”

Það verður, allt annað líf með Vinstri grænum í Suðurkjördæmi.

Fyrir hönd frambjóðenda Vinstri grænna í kjördæminu
Rannveig Sigurðardóttir kosningastýra.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024