Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Það þarf þorp til að ala upp barn
Miðvikudagur 23. maí 2018 kl. 09:14

Það þarf þorp til að ala upp barn

Mikilvægt er fyrir æsku þessa lands að fá að stunda tómstundir eftir skóla sem tekur mið af áhugasviði hvers og eins. Við viljum að öll börn geti stundað tómstundir óháð fjárhag foreldra. Við höfum skilning á því að áhugasvið barna og ungmenna eru ólík og vitum að margir sækja tómstundir utan sveitarfélagsins. 
 
Hvatastyrkur hefur verið í boði fyrir börn í Sandgerði og Garði í þó nokkurn tíma og hefur það reynst vel fyrir ákveðin hóp barna. Betur má ef duga skal því sú upphæð sem hvert barn fær til ráðstöfunar nægir ekki fyrir þeim tómstundum sem eru í boði. Nauðsynlegt er að hækka þessa upphæð umtalsvert þar sem ekki eru öll börn með sömu áhugamál og er mjög misjafnt hversu mikinn kostnað foreldrar þurfa að leggja út til að borga fyrir æfingar og kennslu. Ekki á að skipta máli hvar barnið kýs að stunda sínar tómstundir heldur á lögheimili barnsins að veita því rétt á endurgreiðslu. 
 
Við hjá B listanum viljum hækka hvatastyrkinn allverulega þannig að hann sé í takti við þau gjöld sem tekin eru fyrir viðkomandi tómstundanám eða þjálfun. Bæjarfélagið þarf að hlúa að æskunni og vera raunverulegur stuðningur á meðan börn og unglingar hafa áhuga á að efla andlegan og líkamlegan þroska. 
 
Í æskunni er framtíð landsins fólgin. Okkar er ábyrgðin að sú framtíð verði björt. 
 
Álfhildur Sigurjónsdóttir
2.sæti B-listi og óháðir í Sandgerði/Garði
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024