Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Það er leikur að læra leikur sá er mér kær...
Fimmtudagur 19. október 2006 kl. 10:01

Það er leikur að læra leikur sá er mér kær...

Flestir vita hvernig þessi þekkti texti endar. En það er nú svo að í gegnum tíðina hafa ekki allir átt kost á þeirri menntun sem þeir hafa kosið. Fyrir þá er það námsframboð sem Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum, Fræðslunet Suðurlands og Viska í eyjum bjóða upp á mikið framfaraskref. Þar gefst fólki tækifæri á að afla sér menntunar óháð stétt og stöðu.

Mikilvægi sí- og endurmenntunar er mikið fyrir allar stéttir þjóðfélagsins, hvort sem fólk er með grunnskólapróf eða próf frá öðru skólastigi. Ýmis námskeið eru í boði m.a. sjálfstyrkingar – og öryggisnámskeið og ýmis tungumálanámskeið. Ófaglærðir iðnaðarmenn geta sótt sér réttindi sín og þar að auki er boðið upp á fjarnám við Háskóla Íslands og Háskóla Akureyrar.

Mikil kjarabót var þegar sí – og endurmenntun var sett sem ákvæði í kjarasamninga. Því miður þekkja ekki allir þennan rétt sinn og því viljum við breyta. Það vantar upplýsingastreymi til hins almenna borgara á mannamáli. Við hjá Samfylkingunni hvetjum alla til að nýta sér þennan rétt sinn, það er hluti af mannréttindum.

Það verður að tryggja að Miðstöðvar símenntunar fái nægt fjármagn til að halda góðri starfsemi gangandi. Alltaf má gott bæta og gera innra og ytra starfið fjölbreyttara
 
,...að vita meira og meira, meira í dag en í gær“

Lilja Samúelsdóttir
4.- 6. sæti fyrir Samfylkinguna í Suðurkjördæmi

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024