Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Aðsent

Það borgar sig að skafa
Miðvikudagur 25. janúar 2012 kl. 13:44

Það borgar sig að skafa

- Lögreglan minnir ökumenn á að skafa af rúðum

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024



Nokkuð ber á því að ökumenn hirði ekki um að skafa af bílrúðum en fyrir vikið setja hinir sömu sjálfa sig og aðra vegfarendur í hættu með takmörkuðu útsýni.

Af þeim sökum biður lögreglan ökumenn að taka sig á og skafa af bílrúðum, en með því er öryggi allra betur tryggt. Þetta er enn ítrekað hér því í snjókomunni á suðurnesjum undanfarið hafa margir ökumenn farið af stað án þess að skafa almennilega af bílrúðunum.

Sá sem er trassi í þessum efnum á jafnframt yfir höfði sér 5 þúsund króna sekt en hún á við um hélaðar rúður á ökutæki. Um það má lesa í 59. gr. reglugerðar um sektir og önnur viðurlög vegna brota á umferðarlögum og reglum settum samkvæmt þeim.