Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Þriðjudagur 24. september 2002 kl. 08:36

Tekjutenging leikskólagjalda - einstæðir foreldrar

Á bæjarstjórnarfundi þann 17.september sl. samþykkti Bæjarstjórn Reykjanesbæjar tillögu Skóla- og fræðsluráðs um eitt tímagjald á leikskólum. Tillagan var samþykkt með 6 atkvæðum sjálfstæðismanna gegn 5 atkvæðum minnihlutans.Hingað til hafa gjaldflokkar á leikskólum verið 2, almennt gjald og gjald fyrir einstæða foreldra og námsmenn. Í Reykjavík er gjaldflokkarnir 3 og í öllum sveitarfélögunum í kringum okkur eru gjaldflokkar fleiri en 1. Þessi fækkun gjaldflokka mun hafa þau áhrif, að einstæðir foreldrar sem oftast eru einstæðar mæður, þurfa að sækja um niðurgreiðslu leikskólagjalda og verða síðan metnar af leikskólafulltrúa og Fjölskyldu- og félagsþjónustu Reykjanesbæjar eftir reglum sem ekki hafa verið útfærðar.
Eins og aðrar niðurgreiðslur sveitarfélagsins munu þessar niðurgreiðslur verða tekjutengdar.
Því verður það hlutskipti margra einstæðra foreldra að greiða almenna gjaldið vegna of hárra tekna. Einstæðum foreldrar í Reykjanesbæ verður gert erfiðara fyrir með þessu, nú þarf að hafa fyrir því að fá lækkun á gjaldi. Tekjutenging af þessu tagi mun lækka ráðstöfunartekjur einstæðra foreldra verulega. En þetta er alveg í anda sjálfstæðismanna að höggva í þá sem minnst þola. Hvar ber þá næst niður?

Guðbrandur Einarsson
bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024