Tekið á móti gjöfum til 14. desember
Undanfarin ár hafa einstaklingar og fyrirtæki viljað gefa bágstöddum og þeim sem erfitt eiga, jólagjafir og /eða jólamat á aðventunni. Við hjá Keflavíkurkirkju þökkum þetta framlag en viljum jafnframt koma eftirfarandi á framfæri: Þeir sem vilja koma með gjafir í kirkjuna eru beðnir um að gera slíkt eigi síðar en mánudaginn 14. des.
Tekið verður við umsóknum um jólaaðstoð Hjálparstarfsins í kirkjunni þriðjudaga-fimmtudaga fyrstu tvær vikurnar í desember þ.e. 1.-3. des og 8.-10. des. á milli kl. 10 og 12. Jólaúthlutun fer svo fram þann 14. desember.
Jafnframt viljum við benda á að framlög í Velferðarsjóð Suðurnesja eru ávallt vel þegin en hægt er að leggja inn á 1109-05-1151 kt. 680169-5789.
Með kærri kveðju,
starfsfólk Keflavíkurkirkju.