Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Tek­ið á móti gjöf­um til 14. des­em­ber
Mánudagur 7. desember 2009 kl. 23:01

Tek­ið á móti gjöf­um til 14. des­em­ber

Und­an­far­in ár hafa ein­stak­ling­ar og fyr­ir­tæki vilj­að gefa bág­stödd­um og þeim sem erfitt eiga, jóla­gjaf­ir og /eða jóla­mat á að­vent­unni. Við hjá Kefla­vík­ur­kirkju þökk­um þetta fram­lag en vilj­um jafn­framt koma eft­ir­far­andi á fram­færi: Þeir sem vilja koma með gjaf­ir í kirkj­una eru beðn­ir um að gera slíkt eigi síð­ar en mánu­dag­inn 14. des.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Tek­ið verð­ur við um­sókn­um um jóla­að­stoð Hjálp­ar­starfs­ins í kirkj­unni þriðju­daga-fimmtu­daga fyrstu tvær vik­urn­ar í des­em­ber þ.e. 1.-3. des og 8.-10. des. á milli kl. 10 og 12. Jóla­út­hlut­un fer svo fram þann 14. des­em­ber.


Jafn­framt vilj­um við benda á að fram­lög í Vel­ferð­ar­sjóð Suð­ur­nesja eru ávallt vel þeg­in en hægt er að leggja inn á 1109-05-1151 kt. 680169-5789.


Með kærri kveðju,
starfs­fólk Kefla­vík­ur­kirkju.