Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Mánudagur 6. maí 2002 kl. 01:24

Taxi-Bus: Besta fyrirkomulagið að sækja farþegana heim að dyrum

Í tilefni af skrifum Einars Steinþórssonar til Víkurfrétta Varðandi “Taxi-Bus” kerfið Svokallaða, langar okkur að koma eftirfarandi á framfæri.Með þessu kerfi er haldið fram að kostnaður Reykjanesbæjar við strætisvagnaakstur muni lækka um 50 % ( 18 miljónir)
Undirritaðir halda því hins vegar fram að sparnaðurinn verði jafnvel enn meiri og að með Taxi-bus kerfinu verði hægt að framkvæma þetta fyrir um 12-15 milljónir á ári í stað 36 milljóna á ári.
Við teljum að það verði besta fyrirkomulagið að sækja farþegana heim að dyrum eins og tíðkast í leigubifreiðaþjónustu í dag þannig að fólk þurfi ekki að hanga í nístandi kulda á stoppistöðvum, Þannig sparast líka kostnaður vegna bygginga nýrra strætóskýla. Íbúar svæðisins geti síðan keypt sér miða (Kort) , hjá bænum og framvísað því til bílstjórans og mun hver miði kosta x krónur og verða til frádráttar hlut bæjarins í ferðinni. Við skiljum vel sjónarmið forstjóra SBK um að hann telji þetta útilokað kerfi því að hans fyrirtæki myndi missa amk um 3.000.000.- á mánuði útúr rekstrinum og munar um minna.
Við teljum að best sé að framkvæma þetta með 8 farþega leigubifreiðum (mini-bus) þar sem þörf er á plássi vegna barnavagna eða reiðhjóla. Við teljum að með þessu fyrirkomulagi verði þjónusta við íbúana mun betri en hún er í dag. Þá skal þess getið að hinn 23 nóvember 1996, boðaði bifreiðastjórafélagið Fylkir í Keflavík, til opins fundar um þetta mál á Hótel Kristínu. Á þessum fundi voru m.a. nokkrir sveitastjórnarmenn. Sigfús Bjarnason viðskiptafræðingur,
sem þá var formaður Bandalags Ísl. Leigubiðreiðastóra, kynnti þetta mál, en hann var nýkomin frá ráðstefnu í Kanada, þar sem að fjallað var um þessi mál. En því miður var ekki nauðsyn á sparnaði í þessum málaflokki á þessum tímapunkti hjá sveitarstjórnum.
Tekið skal fram að skólaakstur er ekki inní þessu dæmi, en við vekjum athygli á, að á Norðurlöndum og víðar, er TAXI BUS notaður í skólaakstur þar sem það hentar, og getur Einar fengið það staðfest hjá Bandalagi Íslenskra leigubifreiðastjóra.
Einar segir þetta kerfi hafi verið kannað hjá nokkrum sveitarfélögum. Nú væri gott ef Einar upplýsti hvaða sveitarfélög
Þetta voru, og hverjir gáfu honum upplýsingar um alla þessa vankanta á kerfinu, þannig að þeir sem koma að þessu máli geti skoðað vankantana.

Baldur Konráðsson
Aðalstöðin

Sævar Baldursson
Ökuleiðir
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024